Sannleikurinn ergir



Umfjöllun Sævars Helga Bragasonar hefur vakið athygli og fengið viðbrögð.


Margt er sagt á samfélagsmiðlum sem ekki er hafandi eftir, en það ætti að vera áhugamál bænda og neytenda að farið sé vel með skattfé.

Það er ekki alltaf gert í þessu máli svo sem sýnt hefur verið fram á.



Undirritaður er svo heppinn að hafa haft aðgang að góðu lambakjöti sem verður til við góðar aðstæður, en eins og Sævar bendir á, er því ekki almennt að treysta að svo sé.
Kjöti sem ekki verður til við kröpp kjör kinda á gróðursnauðu hálendi landsins og ekki verður til við beit á vegköntum, né í ræktun nágranna. Er ekki fjallhrakið, hund, krossara, fjórhjóla og hestelt um langar leiðir og var ekki flutt í rykmekki til fjalla á heygrindum dregnum af dráttarvélum.

,,Gæðastýringin" er orðið tómt eins og upplýst er orðið.

Fyrir það líða þeir sauðfjárbændur sem eru með sitt í lagi. Þeir líða líka fyrir ríkisstyrkta framleiðslu sem er eingöngu til heimabrúks.


Sama gildir um framleiðslu sem er langt umfram markaðsþörf, framleiðslu sem engir hagnast á nema sölumenn í riddaraleik.

Þetta mál er flóknara en svo að það sé sauðfjárbændum einum um að kenna.

Þeir fóru út í þennan rekstur í góðri trú. Höfðu séð, að þar myndi gefast gott færi á að skapa sér viðurværi af búskap sem þeim þykir skemmtilegur og gefur eða réttara sagt gaf, af sér þokkalega tryggar tekjur fyrir tilstuðlan búvörusamninga, samninga sem ganga í stuttu máli út á, að ríkissjóður tryggir ákveðnar greiðslur fyrir afurðirnar.

Þær greiðslur hafa haldist, en það sem aflast átti að til viðbótar á markaðnum hefur dregist saman.
Framleiðslan er langt umfram það sem markaðurinn er tilbúinn til að taka við.
Afgangurinn er fluttur út og fyrir það fæst lítið, þrátt fyrir ríkisstuðning.




,,Kerfið" hefur brugðist, er gamaldags og ráðamenn lausir við yfirsýn, ábyrgð og raunsæi.

Og til viðbótar er hálendið víða nauðbeitt og lausagangan slík að fjöldi suðkinda lætur lífið í umferðinni á hverju sumri.

Þessu hlýtur að mega koma til betri vegar og gera það þannig að fólkið sem í þessari framleiðslu er, komist frá henni með sómasamlegum hætti.

Fólkið er í framleiðslunni a.m.k. að hluta fyrir tilstuðlan stjórnmálamanna. Manna sem við höfum kosið til að fara með þessi mál og það voru þeir sem brugðust. Þó ekki þeir fáu í þeirra röðum sem talað hafa fyrir daufum eyrum varðandi breytingar á þessu ömurlega fyrirkomulagi.

Þeir hafa bara verið svo fáir, en hinir svo margir: Þeir sem ekki vildu hlusta, sjá og skilja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...