,,Raungreinar og tungumál" - aðsend grein í Morgunblaðinu

 


Pétur Stefánsson verkfræðingur ritar grein um menntamálin sem birtist í Morgunblaðinu 1.4.2021.

Pétur telur að breytingin sem gerð var á skólanámi í tíð Illuga Gunnarssonar er hann fór með menntamálin sem ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hafi ekki orðið til góðs.

Breytingin gekk út á það að stytta námið eins og kunnugt er, um eitt ár og átti það að vera til sparnaðar fyrir þjóðfélagið.

Í upphafi skyldi endinn skoða og það er einmitt það sem virðist hafa gleymst, því líkt og Pétur bendir á í grein sinni, þá var hann:

,,einn þeirra sem hafði efa­semd­ir um þessa ráðstöf­un bæði af fag­leg­um og fé­lags­leg­um ástæðum. Í fyrsta [...] vegna erfiðleika raun­greina­kennsl­unn­ar í grunn­skól­un­um [og] að æski­legt væri að koma nem­end­un­um sem fyrst upp í fram­halds­skól­ann und­ir hand­leiðslu sér­menntaðra raun­greina­kenn­ara. Í öðru lagi taldi ég óheppi­legt að þjappa kennslu í stærðfræði og nátt­úru­vís­ind­um sam­an í þrjú ár. Þessi fög byggj­ast einkum á skiln­ingi og henta ekki til hraðlest­urs. Í þriðja lagi óttaðist ég að þessi breyt­ing kæmi niður á tungu­mála­nám­inu sem okk­ur er mik­il­væg­ara en flest­um öðrum þjóðum. Í fjórða lagi taldi ég þessa breyt­ingu vera fé­lags­lega aft­ur­för. Ung­ling­ar milli tekt­ar og tví­tugs eru mikl­ar fé­lags­ver­ur, njóta þess að halda hóp­inn. Á þess­um árum mynd­ast gjarn­an fé­lag­stengsl sem vara jafn­vel alla ævi."  (Leturbreyting undirritaðs)

Pétur bendir á þá staðreynd að ekki ser gott að þjappa saman kennslu í stærðfræði og náttúruvísindum, því slíkt nám henti illa til ,,hraðlesturs".

Það er gott að ráðamenn vilji spara fyrir hönd þjóðar sinnar, en betra væri að hugsað væri betur út í hvað stendur til að spara. Stærðfræði verður seint skilin með utanbókarlærdómi, því það er þörf á skilningi og eins og greinarhöfundur bendir réttilega á, þarf að gefa sér tíma til að skilja.

Pétur bendir einnig réttilega á hve tungumálanámið er okkur nauðsynlegt og segir hafa óttast að styttingin myndi koma niður á því námi og bendir einnig á að félagstengsl ungmenna myndist  á ,,milli tektar og tvítugs" og að þau séu mikilvæg fyrir ,,félagsverur".

Greinin er þess virði að lesa, en eins og er með greinar í Morgunblaðinu er ekki auðvelt að tengja þær með traustum hættiinn í svona umfjöllun en áskrifendur ættu alla vega að geta nálgast hana eftir þessum tengli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...