Ríkisstjórn hinna útvöldu undirbýr brottför

 Í Kjarnanum er grein um það hvernig unnið hefur verið markvisst í að grafa undan  vissum stoðkerfum íslensks samfélags undir yfirskriftinni ,,Fullnaðarsigur skattsvikara" og þó fyrirsögnin hljómi svo sem nú sé allt frágengið, öllu lokið sem gera þarf, þá er hreint ekki víst að svo sé. Trúlega er það alls ekki, en það er unnið skipulega að því.

Við blasir hverjir það eru innan þessarar þriggja flokka ríkisstjórnar sem að plægingunni vinna og þó eðlilegast sé að tengja athafnasemina við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk, þá er málið ekki svo einfalt. Vinstri grænir eru þarna líka og þeir eru að gæta vissra hagsmuna bæði til lands og sjávar.

Það er sem sagt klórað bak við eyru innan ríkisstjórnarinnar allrar og allir þurfa sitt og vilja sitt og helst engar refjar og svo má nú ekki gleyma því að sumir hreinlega trúa því að spillinginn sé góð, réttlát og eðlileg. Hagsmunirnir eru vítt um og þó þeir séu augljósastir innan helmingaskiptaflokkanna gömlu, þá eru þeir líka til staðar hjá þeim þriðja.

Svo vikið sé að greininni sem vitnað er til í upphafi: 

Þá ,,var sam­þykkt á Alþingi frum­varp um að leggja niður emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í þeirri mynd sem það er nú". 

Og það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að renna í grun hvað liggji að baki, því svo notast sé við orðalag greinarinnar í Kjarnanum á: ,,að gera minni skatta­laga­brot refsi­laus. Þau verða í öllum til­fellum leyst með sektum eftir rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra, sem nú verður bit­laus ein­ing innan Skatts­ins.[...]  og til stendur að [...]  flytja rann­sóknir stærri skattsvika­mála yfir til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara í stað þess að hann sak­sæki slík mál ein­vörð­ungu, eins og var áður­. Og með því verða skil­virkar rann­sóknir á stórum skattsvika­málum í raun lagðar nið­ur."

Kjarninn rifjar upp að farin var ,,aðför" að embætti héraðssaksóknara sem hafði ,,byggt upp nokkuð mikla sér­hæf­ingu og náð árangri í ýmsum málum sem það hefur sak­sótt á und­an­förnum árum, þrátt fyrir aðför stjórn­mála­manna að hrun­rann­sóknum þess árið 2013." (lbr. undirr.)

Og við munum hver var forsætisráðherra og hver var með honum og við minnumst þess líka að eitt helsta afrek þeirra félaga, fyrir utan að sækja að skattrannsóknum, var að stöðva byggingu þá sem nú er loks að rísa og það þrátt fyrir að þeir séu enn sitjandi á Alþingi en ekki vegna þess.

Þeir reystu sér andhverfan minnisvarða, sem kallaður var ,,hola íslenskra fræða" og sú var nær uppgróin þegar ákveðið var að breyta henni í það sem í upphafi stóð til. Við munum líka að verkatakanum þurfti ríkið að greiða skaðabætur vegna ,,framtaks" þeirra félaga sem nær væri að kalla afturtak, er framkvæmdin var stöðvuð.

Aðför þeirra að skattrannsóknum var niðurskurður til þeirra um 774 milljónir, samkvæmt því sem segir í grein Kjarnans og varð til þess að saksóknaraembættið gat ekki lokið rannsóknum ,,á nokkrum fjölda mála tengdum hrun­inu". Rannsóknum sem það taldi þó þörf á að klára.

Að þetta skuli, nú vera í boði ríkisstjórnar sem leidd er af Vinstri grænum og þrátt fyrir, að flokksmynd sú sem þáverandi forsætisráðherra stofnaði til, sé í stjórnarandstöðu er svo fjarstæðukennt að orð ná vart yfir.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...