Afsökunarbeiðnin

 

Mynd af heimasíðu Samherja hf.

Afsökunarbeiðni Samherja er hér fyrir neðan tekin af  vef RUV:

,,„Undanfarin mörg ár hefur mikið verið fjallað um ýmis málefni er tengjast starfsemi Samherja. Samherji hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki á mörgum stöðum á landinu og í heiminum. Þetta starfsfólk hefur verið í forystu við uppbyggingu eins öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og í fremstu röð í harðri samkeppni á alþjóðavísu. Bæði stjórnendum og starfsfólki hefur sviðið þessi umfjöllun og umræða um fyrirtækið og störf sín enda þykir þeim umfjöllunin hafa verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum.

Í slíkum aðstæðum, þegar vegið er að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti á opinberum vettvangi, þá getur reynst erfitt að bregðast ekki við. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur verið fjallað um samskipti fólks sem skiptist á skoðunum og ræddi hvernig best væri að bregðast við þessum aðstæðum. Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg.

Þá hafa stjórnendur Samherja brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“"

Það er enginn vafi á því að fyrirtækið hefur á að skipa mörgu ,,mjög hæfu starfsfólki" hérlendis, sem erlendis og að það fólk hefur lagt sitt af mörkum til uppbyggingar þess. 

Hefði ekki verið farið ,út af sporinu' hefði engum þurft að ,svíða'.

Hafi umfjöllunin, sem vísað er til, ekki byggst á staðreyndum, hefði verið gott að koma hinu rétta á framfæri með trúverðugum hætti. 

Hér segir að vegið hafi verið ,,að starfsheiðri með ósanngjörnum hætti" og sé það svo hefði verið betra að koma athugasemdum á framfæri á málefnalegan hátt en ekki á ,,óheppilegan".

Viðurkennt er: 

Að stjórnendur Samherja hafi ,,brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið" og að ljóst sé að of langt hafi verið gengið í viðbrögðum og, að af þeim sökum vilji Samherji biðjast afsökunar á  framgöngu sinni.

Allir eiga leiðréttingu orða sinna, rétt á að fá annað tækifæri, annað skip og annað föruneyti og enginn vill að þetta vel upp byggða og glæsilega fyrirtæki fari illa.

Horfum björtum augum fram á veginn, vonum það besta og kannski kemur sú tíð að fiskveiðistjórnunarkerfinu verði breytt og það lagað að framkomnum hugmyndum þar um. 

Við erum svo lítið samfélag að nauðsynlegt er að halda sem besta sátt um það sem heldur þjóðinni á floti og þó sjávarútvegurinn sé ekki það eina sem það gerir, þá á hann þó stóran þátt í þeirri velgengni sem við búum við.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...