Myndin er fengin af vef Bændablaðsins svo sem sjá má.
Í færslu sem ég birti á Facebook ritaði ég eftirfarandi varðandi svokallaða ,,heimaslátrun" á sauðfé sem landbúnaðarráðherra er samkvæmt fréttum búinn að heimila:
,,Reikningurinn verður sendur á ríkissjóð samkvæmt því sem hér segir og fer ríkisrekstur Sjálfstæðisflokksins í þessu efni að minna á gömlu Sovétríkin. Sannast þar nú sem áður, það sem kaupmaður í Reykjavík sagði við mig fyrir klofning Sjálfstæðisflokksins og áður en hann missti völdin í Reykjavík, að ,,Sjálfstæðisflokkurinn er helsti kommúnistaflokkurinn".[...]
,,Þar kemur fram að í reglugerðinni sé kveðið á um að dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður þess greiðast úr ríkissjóði."
Alfreð Schiöth benti á í athugasemd að samkvæmt reglugerð gildir um þessi mál tiltekin gjaldskrá sem finna má á vef Matvælastofnunar og sé hún lesin er ekki annað að sjá en að sauðfjárbændur sem slátra sínu fé í sauðfjársláturhúsum greiði ákveðið eftirlitsgjald sem árið 2018 er krónur 5,20 fyrir hvert kíló kjöts.
Sé frétt blaðsins rétt er hugmyndin sú að mismuna sauðfjárbændum á þann hátt að þeir sem kjósa að slátra í sláturhúsum greiða umrætt eftirlitsgjald, en hinir sem slátra heima hjá sér þurfa þess ekki, það er að segja: reikningnurinn fellur á ríkissjóð.
Hér er um augljósa mismunun að ræða ef rétt er og það svo, að hreint með ólíkindum er.
Samkvæmt þessum fréttaflutningi er ætlunin að hygla vissum aðilum varðandi þessa gjaldtöku, en halda áfram að innheimta gjald af öllum hinum.
Nú getur vel verið að frétt blaðsins sé röng, en full ástæða er til að efast um það, því eftirfrandi má lesa í frétt stjórnarráðsins um málið: ,, Í reglugerðinni er því kveðið á um að opinberir dýralæknar sinni heilbrigðisskoðunum bæði fyrir og eftir slátrun og mun kostnaður vegna þess greiðast úr ríkissjóði."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli