Morgunblaðið á landbúnaðarnótum



Morgunblaðið er í landbúnaðarham í dag (5.5.2021) og umfjallanirnar eru af ýmsasta tagi, eða allt frá því að kynntar eru til sögurnnar hugmyndir um ,,breytt fyrirkomulag opinbers stuðnings" og niður að greina frá því að stuðningur við refadráp sé rétt tæpur milljarður. Þeir peningar eru teknir úr vösum skattgreiðenda, svona líkt og opinberi stuðningurinn fyrrnefndi.

Þá er greint frá því að rétt tæpar 360 milljónir fari í girðingar hins opinbera. Tekin hefur verið saman skýrsla af starfshópi (hvað annað, eitthvað verða allir að hafa að gera), um girðingardundur hins opninbera og a.m.k. ein niðurstaðan er: ,,að starfs­hóp­ur­inn telji mik­il­vægt að tengja sam­an ólíka hags­muni, t.d. sauðfjár­bú­skap, land­vernd, ferðaþjón­ustu, um­ferðarör­yggi og skóg­rækt".



Og síðan segir: ,,Enn frem­ur geti fal­ist tæki­færi í því að sam­ein­ast um að girða ákveðin landsvæði af til beit­ar en ann­ars staðar geti tæki­færi fal­ist í því að banna lausa­göngu búfjár, en styrkja eig­end­ur búfjár jafn­framt til þess að girða sitt búfé af."

Af þessu sést að hinir ólíkustu aðilar eiga sameiginlega hagsmuni í girðingarmálunum og ,,tækifærin" liggja víða og eru ónotuð að vanda, t.d. geta falist tækifæri í því að girða af til beitar og líka ekki beitar og var tímabært að þessi sannindi yrðu færð í letur.

Starfshópurinn leggur til að ,,að unn­inn verði sam­eig­in­leg­ur gagna­grunn­ur op­in­berra aðila um girðing­ar og hon­um deilt í vef­sjá" og eins og allir sjá þá má nú ekki minna vera, því þetta verður allt vatni að halda.

Næst rekumst við á frétt um að heimiluð verði heimaslátrun á sauðkindum. Væntanlega er það fyrsta skrefið í að leggja af hefðbundin sláturhúsarekstur, því ætlunin er að slátrunin verði lítil og nett, hver bóndi slátri sínu svo sem gert var í árdaga. Byrjað verður á sauðkindunum en í krafti jafnræðisreglunnar fylgja vafalaust hinar búgreinarnar á eftir.


Á forsíðu blaðsins sjáum við síðan greint frá því að valinn hópur hafi komið saman til umræðu um framtíðina og hafið mótun ,,nýrrar landbúnaðarstefnu", sem felur það í sér að fleira verði gert gott í landbúnaði en hingað til hefur tíðkast. Hugtök verða víkkuð o.s.frv., eða eins og þar segir:

,,hugtakið landbúnaður [verður] víkkað að ýmsu leyti og tekur þar t.d. til bindingar kolefnis í jörðu og fleira, sem ekki hefur til þessa talist til hefðbundinna bústarfa. Þar er í auknum mæli horft til umhverfisverndar og sjálfbærrar landnotkunar, matvæla- og fæðuöryggis og fjölmargra annarra þátta, þar sem fjórða iðnbyltingin er ekki undanskilin."


Og eins og sjá má erum við komin að upphafinu aftur, því sem byrjaði á forsíðu blaðsins og endar hér,  og þó er það alls ekki víst, því sumar sögur eru án upphafs og endis og líklegast er að svo sé um þessa sögu: að hún sé dæmi um söguna endalausu.



Eitt af því sem gleymdist í þessari samantekt í gær var það sem hér má sjá að ofan. Það er um að ræða rausnarlegt framlag til sauðfjárbænda og nautgripa. Svo sem vænta mátti voru það þeir fyrrnefndu sem fengu bróðurpartinn af þessari þjóðargjöf. 
Um þetta hef ég áður fjallað, en eigi að síður átti það heima hér með í þessari umfjöllun.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...