Perla
Þú varst óskup lítil þegar þú barst okkur í hendur og snemma tókum við upp þann sið að ganga hring um túnið að morgni.
Þú gerðið það sem þú þurftir að gera. Ég beið á meðan og síðan héldum við göngunni áfram og það mynduðust bönd á milli tveggja ólíkra einstaklinga.
Tíminn leið og undra fljótt varstu orðin stór og sjálfbjarga í að sinna þínu einfalda lífi sem að mestu virtist snúast um okkur.
Þú tókst að þér að ,,passa bæinn" ef við fórum að heiman, beiðst þolinmóð þar til við komum til baka, en réðir þér vart fyrir fögnuði þegar við komum.
Baðst ekki um neitt, annað en fá að borða náttúrulega.
Baðst ekki um neitt annað en að fá að fylgjast með þegar við fórum út; langaði til að fá að fara með þegar ég brá mér eitthvað á hjólinu, en lærðir fljótt að það var ,,bannað".
Vissir ekki að það væri hættulegt, en ,,bannað" og að þú ættir að ,,passa ömmu" og þá var það bara þannig og þú ,,passaðir ömmu".
Og amma passaði þig á áramótum eins og sjá má. Það voru einu skiptin sem þú komst inn og fórst fram á að við pössuðum þig.
Og það var notalegt.
Við héldum göngtúrunum áfram og þú virtist vera farin að læra að gæta þín á bílunum, að minnsta kosti komstu umsvifalaust og varst hjá mér á meðan þeir fóru framhjá.
Þér þótti gott að borða og fórst ekki fram á neitt meira að morgni. Borða, fara út og koma inn aftur. Því þau voru ,,inni" þessi sem þú vildir helst vera hjá.
Svo þegar þau fóru út, þá snerist tilveran um að vera sem næst þeim hvert sem þau fóru.
Þess vegna eltirðu bílinn sem ég var í í gær.
Þess vegna ertu ekki lengur til, nema sem minningin um allt sem þú gafst.
Hvernig það gerðist veit ég ekki.
Ekki var það vegna þess að bíllinn færi svo hratt.
Hann var að stöðvast við að leggja í stæðið.
Og þú varst farin þegar ég náði því að vera kominn út.
Hafirðu fundið til Perlan mín, þá var það mjög stutt.
Ég hugga mig við það.
Samt er þetta svo sárt!
Og þú sást ekki kvöldsólina setjast yfir Ingólfsfjalli.
Eða sástu það kannski?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli