Belti og braut og fleira

 


Kjarninn fjallar um niðurstöðu fundar ríku þjóðanna G7 eins og það mun heita og segir frá því að á fundinum hafi verið ákveðið að stofna til sérstakrar útgáfu af ,,Belti og braut". Fundið var upp nýtt nafn á hugmyndinni og allt á þetta að vera gert af góðum hug til að hjálpa fátæku þjóðunum.

Fyrirbærið heitir ,,B3W" og þýðir trúlega eitthvað bæði háfleygt og merkilegt.

Í Kjarnanum er einnig hægt að lesa aðra grein, sem er um Rússland. Þar fer fram snöggsoðin söguskoðun á því hvers vegna Rússland sé eins og það er, en ekki tilbúið til að hleypa heimsvaldasinnum inn að rúmstokki sínum - sem reyndar eru ekki kallaðir því nafni nafn í greininni. 

Sé í eilífri vörn og ekki tilbúið til að hleypa heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra inn á gafl hjá sér. Farið er yfir helstu kárínur sem innrásir ýmsar og ægilegar hafa valdið Rússlandi, en samt furðast á að þeir vilji stíga gætilega til jarðar í samskiptum við umheiminn.

Rússar er sjálfum sér nægir í langflestu og búa að miklum auðæfum. Þeir hafa átt í góðum viðskiptum við Ísland og margar fleiri þjóðir undanfarin ár, þrátt fyrir heimskulegar viðskiptaþvinganir varðandi matvæli, sem á þá voru settar í lágkúrulegri fylgispekt við NATO löndin.

Niðurstaðan varð sú að í stað þess að það tækist að svelta Rússa til hlýðni, þá hristu þeir af sér óværuna, ákváðu að treysta ekki vesturlöndum nema hóflega og búa að sínu. Þeir eru núna stórir útflytjendur matvæla og sjálfum sér nægir á flestum sviðum.

Tækniþekkingu eiga þeir næga til að framleiða flest það sem þá langar til og þurfa. 

Menning þeirra er rík og frjó og þjóð sem er sjálfri sér næg varðandi nær allt sem hún þarfnast, þarf ekki að skríða fyrir furðuþjóðasamsteypu líkt og þeirri sem var komin nærri því að endurkjósa til forseta fyrirbrigði sem enginn vissi hvaðan var að koma eða hvert var að fara.

Að allt sé ógallað og fullkomið í Rússlandi frekar en öðrum löndum verður samt ekki sagt. 

Furðuleg er samt sú árátta að reyna stöðugt að viðhalda rússagrílu þeirri sem fundin var upp í kalda stríðinu.

Samskipti þjóða hljóta að mótast jafnt af því, hvernig komið er fram við þær og hinu hvernig þær koma fram við aðra. 

Vel er hægt að komast að því að lýðræðið sé ekki sérstaklega vel þroskað í Rússlandi og einnig má finna það út að lýðræðið (auðræðið) í Bandaríkjunum sé ofþroskað eða vanþroskað. 

Svo ekki sé nú minnst á litla Ísland, þar sem þjóðþinginu er slitið í bráðræði á hverju vori til að þingmenn geti komist í heyskap og sauðburð; hefur ekki getu né burði til að ræða til niðurstöðu og betrumbæta gamla og úrelta stjórnarskrá hvað þá annað.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...