Morgunblaðið er á landbúnaðarnótum í dag (16.6.2021) og við kvörtum ekki yfir því!
Fyrst sjáum við fallega mynd af tveimur hestum með Reykjanesið og eldgosið í baksýn:
Næst er frétt af því að bændur vilji fá að skjóta helsingja vegna ágangs þeirra á tún og akra:
Að lokum er frétt af því að sláttur tefjst vegna kulda:
Getur verið að það sé ástæðan fyrir að fuglarnir halda sig í byggð og fara ekki inn á heiðar. Hjá mér var hitinn í morgun um einni gráðu yfir því sem við stillum kæliskápinn!
Ég á ekki byssu en gæti trúlega eignast hana og sé ekki fyrir mér að á vori - vori sem stendur fram á sumar - myndi ég fara að reyna að skjóta farfuglana til að losna við þá úr túnunum.
Verðum við ekki að bíða þetta af okkur, eins og gert hefur verið alla tíð? Að minnsta kosti þar til að við náum því að stjórna veðrinu!
Ekki fer sögum af því að bændur fyrir norðan heiðar hafi látið sér til hugar koma að skjóta í burtu snjóinn af túnunum.
Þeir bita á jaxlinn og bíða eftir að langdregið vorið breytist í sumar, eða a.m.k. almennilegt vor!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli