Mislukkað styrkjakerfi




Styrkjakerfi landbúnaðarins er ekki hafið yfir gagnrýni og hefur blómstrað í tíð núverandi ríkisstjórnar sem aldrei fyrr og er þar skemmst að minnast milljarðs sem hristur var sem fram úr ermi og færður sauðfjárræktinni undir því yfirskini að bæta þyrfti henni upp kárínur vegna COVIT-19 og er þá ekki allt til talið.

Vefmiðillinn ,,Kjarninn" segir frá því að Þórólfur Matthíasson hafi skrifað grein í ,,Vísbendingu" og farið þar yfir hvernig útkoman hafi verið úr athugun hans á málinu.

Samkvæmt því sem segir, í Kjarnanum koma eftirfarandi atriði fram:

Meðallaun í landbúnaði eru 200.000 krónur á mánuði árið 2019 og eru undir lágmarkslaunum, sem Þórólfur segir endurspegla lélega framleiðni í greininni.

Niðurstaðan er að með styrkjakerfinu hefur algjörlega mistekist að auka og bæta velferð þeirra sem vinna við greinina, en Þórólfur bætir við, að ekki sé styrkjunum um að kenna, því þeir séu með því hæsta sem gerist í samanburði við önnur lönd.

Þórólfur tekur sveitarfélagið Skagafjörð sem dæmi, en það sveitarfélag er með hæstu styrkina eftir því sem hann kemst að og jafngildi þeir því að um 400 störf séu þar kostuð af hinu opinbera í þessum tilgangi.

Þá samsvari þetta því að hið opinbera leggi 30 aura til velferðar kúa og kinda fyrir hverja krónu sem varið er til velferðar barna og íbúa í sveitarfélaginu!

Þórólfur bendir jafnframt á að kerfið tryggi samt ekki byggð í dreifbýlinu, því íbúum hafi fækkað milli áranna 1998 og 2019 um 325 í Skagafirði og að ástandið sé svipað í öðrum sveitarfélögum.  

Að því gefnu að niðurstöður Þórólfs séu réttar, hlýtur að verða að endurskoða þetta kerfi og taka til alvarlegrar uppstokkunar.


 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...