Skógrækt og sauðfjárhald




Það hefur komið fram að undanförnu að sumum sauðfjárbændum finnst ekki vera nóg að gert til að girða fé þeirra utan vegsvæða og einn velti upp þeirri spurningu hvort ekki væri sanngjarnt að krefja bílstjóra um 10.000,- krónur fyrir lamb sem hann hefði ekið hefði yfir.

Í þessari umfjöllun Fréttablaðsins er velt upp öðru atriði, þ.e.a.s. því sem snýr að fólki sem er að reyna að rækta upp skóg.

Þar þurfa þau sem skóginn rækta að girða kindurnar frá skóginum, en fjárbóndinn er laus við það að halda sínu fé innan girðingar.

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að rekja megi vandann til þess að á árinu 2002 hafi verið sett lög um búfjárhald.
Þau lög virðast vera ólög, til þess sniðin að firra sauðfjárbændur ábyrgð af sauðfjárhaldinu.
Í grein blaðsins segir eftirfarandi:

,,Rótin að vandanum eru búfjárhaldslögin frá árinu 2002. Þessi lög leystu lög um fjallaskil af hendi, en samkvæmt þeim átti sveitarstjórn að sjá um að smala ágangsfé á kostnað eigenda, annars lögregla. En með hinum nýju lögum þurfa landeigendur að fá jarðir sínar sérstaklega friðaðar fyrir ágangsfé og þurfa þá girðingar að vera vottaðar árlega af búnaðarsamböndum, sem fáir ef nokkrir geri í raun."

Eins og sjá má voru það sveitarfélög sem áttu að smala fénaðinum á kostnað eigenda sauðkindanna, en nú eru það þeir sem ekki halda sauðkindur sem þurfa að vera með ,,vottaðar" girðingar utan um lönd sín sem eru gerðir ábyrgir fyrir sauðfjárhaldinu!

Getur það galnara orðið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...