Mynt sem er eitt í dag og minna á morgun

 Í grein í Fréttablaðinu tekur Þorsteinn Pálsson til umfjöllunar ,,partinn af programminu" og minnir á að í fyrra hafi flestir erlendir fjárfestar séð sér þann kost vænstan að yfirgefa íslenska fjármálamarkaðinn vegna vantrúar þeirra á íslensku krónunni og bendir á að mörgum hafi því þótt ánægjulegt að sjá hve vel erlendir fjárfestingasjóðir tóku í hlutafjárútboð í Íslandsbanka.

Forsætis og fjármálaráðherra virtust telja sér trú um að þetta benti til þess, að trúin á stjórn íslenskra efnahagsmála væri mikil og náttúrulega þá væntanlega á íslensku krónuna líka. Sú trú reyndist ekki meiri en svo, að þeir losuðu sig hið snarasta við bréf sem þeir höfðu keypt á útsölu og seldu með góðum hagnaði.

Þorsteinn stillir þessum farsa upp til hliðar við annan kunnan slíkan sem við munum eftir úr kvikmyndinni Stellu í orlofi. Sú saga gekk sem kunnugt er út á það að maður nokkur, sem kominn var til landsins til að leita sér aðstoðar við áfengisvandamáli lenti á röngum stað, á röngum tíma og í vitlausu húsi, svo vitnað sé í annan orðaleik.

Þorsteinn minnir á að:

,,Er­lend­ir fjár­fest­ar hafa keypt hér verð­bréf fyr­ir­tækj­a og rík­is­sjóðs í gegn­um tíð­in­a. Þeir hafa svo kom­ið og far­ið eins og vind­ur­inn.

Meir­i­hlut­i Al­þing­is held­ur því fram að það sé ó­rjúf­an­leg­ur hlut­i af full­veld­i lands­ins að Ís­lend­ing­ar, neyt­end­ur og skatt­borg­ar­ar, greið­i er­lend­um á­hætt­u­sjóð­um marg­falt hærr­i vext­i en þeir fá í heim­a­lönd­um sín­um.

Út­lend­ing­ar hafa því leng­i get­að stund­að hér mjög á­bat­a­söm vaxt­a­mun­ar­við­skipt­i og líka átt á­hætt­u­við­skipt­i með krón­un­a."

Í þessum orðum er mikill sannleikur falinn!

Það hefur verið skoðun meirihluta Alþingis að íslensk króna sé einhverskonar forsenda fyrir því að Ísland geti talist vera þjóð meðal þjóða, en niðurstaðn er allt önnur.

Krónan okkar hefur verið í frjálsu falli frá því hún var tekin upp, jafngilti danskri krónu í upphafi en í dag þarf 1970 íslenskar krónur til að kaupa eina danska að teknu tilliti til þess að skorin voru tvö núll af þeirri íslensku í örvæntingarfullri tilraun til gera hana trúverðuga.

En þetta er bara partur af prógramminu og ráðandi stjórnmálaöfl trúa því og treysta að um góðan kost fyrir þjóðina sé að ræða.

Í ríki í suðaustanverðir Afríku var hagstjórnin enn galnari, en svo virðist sem ætlun þeirra sem með málin fara og stjórna litla eyríkinu okkar, sé að við séum á þeim slóðum í hagstjórnarlegu tilliti.

Grein Þorsteins er vönduð og góð og miklu vandaðri og fróðlegri en þessi pistill og og ættu þeir sem þetta lesa að nota sér tengillinn (sem er hér í upphafi) inn á grein hans, hafi þeir ekki þegar lesið hana í Fréttablaðinu! 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...