Myndin er af vef visir.is

Í texta með frétt á visir.is segir m.a.:

,,Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár."

- - -

Eftir japl jaml og fuður hafðist að opna Bónus verslun á Akureyri. Sagan sagði að KEA- veldið hefði valdið þeirri tregðu.

Helgi ,,í KFC" en oftast kenndur við Góu, er búinn að berjast í 20 ár, eftir því sem hér segir, fyrir því að geta opna veitingastað á Akureyri en ekkert gengið, en nú er von.

Eitt sinn var kjúklingabú í Eyjafirði og kjúklingamatstaður á Akureyri sem seldi kjúklingarétti úr eyfirskum kjúklingum og gerir kannski enn.

Og það bara ágæta rétti ef rétt er munað.

Þeir sem öllu réðu norður þar, vildu búa að sínu: og því skyldi selja eyfirska kjúklingarétti úr eyfirskum kjúklingum í eyfirskt fólk og reyndar líka í þá sem ættu þar leið um. Það væri ekki verra.

Eyfirskan fisk, lambakjöt og nautgripaafurðir svo sem mjólk og fleira mætti líka að sjálfsögðu selja út fyrir Eyjafjörð, sem er jú aðallega Akureyri og næsta nágrenni eins og við eigum að muna. Það myndi frekar styrkja byggðina en hitt.

Helgi, kenndur við Góu, er orðinn aumur í hnjánum, að eigin sögn af að þurfa að skríða fyrir menn og biðja um leyfi fyrir opnun veitingastaða. Og af frásögninni ráðum við að ,heimóttarskapurinn' sé ekki eingöngu bundinn við Akureyri og Helgi heldur í vonina.

Þeir sem búa langt inn í landi fyrir botni hins fagra Eyjafjarðar þurfa ekkert að óttast. Helgi og hans fólk og fyrirtæki þeirra bregast ekki vonum og væntingum. Það getum við sem til þekkjum borið um.

Og nú heyrast raddir að norðan um, að á Akureyri sé best að hafa Landhelgisgæsluna, það sé góður staður fyrir svoleiðis starfsemi.

Það er vissulega ekki vitlaus afstaða ef markmiðið er að hafa Gæsluna sem lengst frá þeim svæðum sem helst gætu þurft á aðstoð, þjónustu og eftirliti að halda.

Taka verður fram að hugmyndin var sett fram af frambjóðanda í kosningastellingum og við vitum mörg að það sem þá er sagt er ekki alltaf djúpt hugsað.

En samt, ,,öl er innri maður" og ,,orð eru alls fyrst" eins og þar stendur og ef til vill koma síðar fram frá einhverjum frambjóðanda, hugmyndir um að hafa Landhelgisgæsluna á miðjum Hofsjökli með höfuðstöðvar, skip og flugflota vegna þess að það sé svo ,,miðsvæðis".

Þegar þar er komið köllum við til Umhverfisstofnun til að þæfa málið og þvæla, þar til enginn nennir lengur að hugsa um það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...