Dagur er risinn

 

Íhaldssemi íhaldsins í Reykjavík tekur á sig sérkennilega mynd.

Vanafestan er slík, að þegar þeim berst til eyrna að til standi að flytja þekkta hjálpartækjaverslun úr stað og nota húsnæðið fyrir annað er rekið upp ramakvein og allt fundið hugmyndinni til foráttu.

Myndin er tekin af Fésbókarsíðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mun sýna staðinn sem fulltrúar þess flokks og Miðflokksins koma til með að sakna í núverandi mynd.

Rétt er að minna á að verslanir af þessu tagi munu vera víðar um höfuðborgarsvæðið, þannig að hin íhaldssömu ættu að geta leitað sér hjálpar í þeim hjálpartækjaverslunum, ef og þegar þau þurfa á því að halda.

Þá má einnig benda á að engin sérstök borgarprýði hefur verið að umræddri húsaþyrpingu, þannig að gera má ráð fyrir að jafnvel hinir hjálparlausu íhaldsmenn, muni að lokum sjá ljósið, líkt og fór í braggamálinu og muni hitna af gleði í hvert sinn er þeir eiga leið framhjá leikskólanum sem þar verður þá kominn fullur af glaðværum börnum, að læra á lífið.

Leikskólar dagsins í dag eru nefnilega alls ólíkir þeim geymslustöðvum sem reknar voru á þeirri íhaldstíð sem við sem komin erum yfir sjötugt munum og kynntumst.

Það hefur undirritaður séð þegar hann hefur heimsótt stofnanir af því tagi til að sækja barnabörn, eða verið boðinn í heimsókn:

Gleði hlýja og notalegheit í stað formfestu, stífni og kulda.

Upp er risinn nýr dagur með birtu og yl! Fögnum því!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...