Sú var tíð að íslenska þjóðin var stolt af því afreki sínu að hafa ná að byggja húsnæði yfir menntun skipstjórnarmanna og vélstjóra.
Á mbl.is er grein um tækni og raungreinamenntun og þar kemur
m.a. fram:
,,Íslensk stjórnvöld hafa vissulega tekið vísindi, tækni og
nýsköpun til umfjöllunar. Nefna má að vísinda- og tæknistefna 2020-2022
gerir ráð fyrir stórefldri nýsköpun og hagnýtingu tækni en ekki hefur
verið metið hver þörfin er fyrir verkfræði- eða tæknimenntað fólk til að
stefnan nái fram að ganga. Á meðan það er ekki gert ber stefnan keim af
óskhyggju fremur en raunverulegu markmiði sem unnið er markvisst
að."
Það er áhugavert að sjá umfjöllun sem þessa á þessum miðli,
þegar haft er í huga hvernig afstaða Sjálfstæðisflokksins til náms á tæknisviði
hefur verið.
Muna má þegar til stóð að ryðja Vélskóla Íslands úr Sjómannaskólahúsinu og koma fyrir í kytru upp á Ártúnshöfða.
Það hafðist ekki í
gegn, en betur gekk að gefa skólana
(Stýrimannaskólann og Vélskólann) til samtaka í útgerð og
fraktsiglingum - sem nú orðið eru runnar saman að hluta í sama pott - og verið er
að úthýsa Vélskólanum til Hafnarfjarðar.
Ætli Stýrimannaskólanum verði ekki komið fyrir á Hvanneyri
eða Klaustri og Sjómannaskólanum breytt í enn eitt hótelið?
Þjóðin sem ekki vill horfast í augu við hver hún er, hvaðan
hún er komin og hvers vegna hún er svo vel sett sem hún er núna, verður að
þessu loknu búin að koma hlutunum svo fyrir; að allir verði kerfiskátir og jarma hver upp í annan á tyllidögum, svo sem þegar það þykir við hæfi að ráðherra Framsóknarflokksins
haldi ræðu á sjómannadegi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli