Það er uppgangur í samfélaginu og samkvæmt því sem komið hefur fram í fréttum vantar víða fólk til starfa.
Norðurál hyggst ráðast í 15 milljarða fjárfestingu og framleiða meira.
Við höfum það frekar gott á flesta mælikvarða.
Og vegna þess hve við höfum það gott ber brýna nauðsyn til að vísa hjónum frá Sýrlandi úr landi, því við þurfum ekki svoleiðis fólk.
Ekki fólk sem komið er til að vinna, en vel gæti verið að pláss væri finnanlegt í landinu fyrir fleiri pappírspésa og pésur.
Fólk sem hefur hugsað sér að vinna með huga og höndum er ekki það sem við þurfum.
Svo tekur nú út yfir allt að konan er ófrísk og því væntanlega ekki sprautuð gegn COVIT-19 og stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, eða a.m.k. dómsmálaráðherrann sem er úr þeim flokki, hefur ekki sérstakar áhyggjur af konum í þeirri stöðu.
Hún man ekki í svipinn, að við þurfum á fólki á barnseignaraldri að halda til að halda við þjóðinni og fjölga og að gamli stofninn er orðinn tegur til að standa í svoleiðis veseni.
Því sendum við þau burt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli