Hverju var gleymt?

 

Oddný Harðardóttir þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, skrifar pistil í Morgunblaðið (10.8.2021).

Hún bendir á að þrátt fyrir að margir veigri sér við því að tala um pólitík, þá séu margir að tala um heilbrigðiskerfið og COVIT-19 faraldurin og það ,,er pólitík", segir Oddný.

Lífið er pólitík, hvort sem fólki líkar það vel eða illa og það er pólitík að fara eftir ábendingum sóttvarnarlæknis og það er líka pólitík að gera það ekki.

Það er líka pólitík að svelta heilbrigðiskerfið og láta svo sem fjármagnið sem fer í byggingu nýs Landsspítala fari í rekstur spítalans.

Það var líka pólitísk ákvörðun einhvers og einhverntíma tekin, að láta spítalann sitja uppi með lasburða fólk sem ekki er pláss fyrir á hjúkrunarstofnunum.

Oddný bendir á að það þurfi: ,,sann­ar­lega að byggja við Land­spít­al­ann en fjár­magnið í bygg­ingu [spítalans] fer ekki í rekst­ur hans meðan á bygg­ingu stend­ur. Því hljóta ráðherr­arn­ir að hafa áttað sig á þegar þeir sömdu fjár­lög­in."

En gerðu þeir sér grein fyrir því?

Hafi þeir ekki gert það, ættu þeir ekki að falast eftir endurkjöri og sama gildir, ef þeir hafa gert sér grein fyrir stöðunni en ákveðið að leiða hana hjá sér og stungið höfðinu í sandinn, í von um að þetta myndi einhvernveginn reddast!

Ríkisstjórnin hefur verið dugleg við að halda uppistönd í fínum húsum til að tilkynna þjóðinni hvað hún ætli að gera. En það er alveg sama hve vel er staðið í lappirnar á uppistöndum.
Ef orðum fylgja ekki athafnir gerist ekki neitt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...