Myndin af Sigríði Á. Andersen er fengin af visir.is
Við erum eflaust mörg sem stöndum í þeirri trú að hópar (flokkar) fólks séu stærri þegar margir koma saman og leggjast saman á árarnar og eru samtaka.
Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins ,,stingur á" eins og það er kallað, snýr baki í skutinn, meðan hinir snúa baki í stefnið og róa með hefðbundnum hætti.
Aftur í skutnum situr síðan formaðurinn og stýrir skútunni.
Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar eftir því sem fram kemur í visir.is og eftirfarandi er þar eftir henni haft af Twitter:
,,„Ráðherrarnir hafa greinilega ekkert til málanna að leggja annað en að kynda undir ótta og kvíða landsmanna sem fréttir voru fluttar af í dag. Þjóð þarf ekki óvini með svona leiðtoga,“" og einnig þetta:
,,„Grímuskylda og 200 manna (200!) samkomutalmarkanir í skólum! Af hverju lætur þetta fólk svona?“" og síðan:
,,„Stöðugar fréttir síðustu vikna af hundruðum manna veikum hvern einasta dag gefa til kynna að sérfræðingar í heilbrigðiskerfinu ættu að vera komnir með svör um gang faraldursins“".
Að lokum er hér síðasta tilvitnunin sem visir.is hefur eftir þingmanninum:
,,„Ég styð auðvitað ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að en mér hugnast ekki sú vegferð sem þessi ríkisstjórn er á og afstaða ráðherra Sjálfstæðisflokksins en Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en einstakir ráðherrar.“"
Hún styður ríkisstjórnina vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að henni, líkar ekki hvert hann er að fara, en flokkurinn er svo stór að hann ,,er stærri en einstakir ráðherrar"!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli