Róið í sömu átt?

 

Myndin af Sigríði Á. Andersen er fengin af visir.is


Við erum eflaust mörg sem stöndum í þeirri trú að hópar (flokkar) fólks séu stærri þegar margir koma saman og leggjast saman á árarnar og eru samtaka.

Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins ,,stingur á" eins og það er kallað, snýr baki í skutinn, meðan hinir snúa baki í stefnið og róa með hefðbundnum hætti.

Aftur í skutnum situr síðan formaðurinn og stýrir skútunni.

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar eftir því sem fram kemur í visir.is og eftirfarandi er þar eftir henni haft af Twitter:

,,„Ráð­herrarnir hafa greini­lega ekkert til málanna að leggja annað en að kynda undir ótta og kvíða lands­manna sem fréttir voru fluttar af í dag. Þjóð þarf ekki ó­vini með svona leið­toga,“" og einnig þetta:

,,„Grímu­skylda og 200 manna (200!) sam­komutal­markanir í skólum! Af hverju lætur þetta fólk svona?“" og síðan:

,,„Stöðugar fréttir síðustu vikna af hundruðum manna veikum hvern einasta dag gefa til kynna að sér­fræðingar í heil­brigðis­kerfinu ættu að vera komnir með svör um gang far­aldursins“".

Að lokum er hér síðasta tilvitnunin sem visir.is hefur eftir þingmanninum:

,,„Ég styð auð­vitað ríkis­stjórnir sem Sjálf­stæðis­flokkurinn á aðild að en mér hugnast ekki sú veg­ferð sem þessi ríkis­stjórn er á og af­staða ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins en Sjálf­stæðis­flokkurinn er stærri en ein­stakir ráð­herrar.“"

Hún styður ríkisstjórnina vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að henni, líkar ekki hvert hann er að fara, en flokkurinn er svo stór að hann ,,er stærri en einstakir ráðherrar"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...