Jöfnun atkvæðisréttar í kosningum til Alþingis


 Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar um kosningakerfið sem í gildi er til alþingiskosninga. Kerfi sem gengur út á að sumir eru jafnari en aðrir og bendir t.d. á, að árið 1999 voru fjórum sinnum fleiri atkvæði á bakvið hvern þingmann í Reykjaneskjördæmi en í Vestfjarðakjördæmi.

Núna er munurinn milli Suðvesturskjördæmis og Norðvesturskjördæmis tveir á móti einum!

Auk þess ræður kerfið ekki við að jafna fylgi milli flokka, þannig að niðurstaðan er að ýmist hafa Framsóknarflokkurrinn og Sjálfstæðisflokkurinn verið með fleiri þingmenn en þeim ber.

Grein Þórunnar í Fréttablaðinu 4.8.2021

Þórunn bendir á að Samfylkingin berjist fyrir því að vægi atkvæða verði jafnt og að landið verði helst allt eitt kjördæmi og þar með væri þetta ójafnvægi leiðrétt.

Það er augljóst að kjósendur í lýðræðisríki eiga ekki að eyða atkvæðum sínum á flokka sem eru andvígir lýðræðinu.

Því ættu menn, ekki síst þeir sem búa í kjördæmum með skertan kosningarétt, að gæta þess að greiða ekki þeim flokkum sem styðja ójafnan atkvæðisrétt atkvæði sitt í alþingiskosningum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...