Í Dagskránni - Fréttablað Suðurlands frá 11.8.2021 er hægt að lesa um frumniðurstöður tilraunar sem gerð var til að sjá hvernig gengi að rækta upp skóg með sauðfjárbeit.
Eins og vænta mátti var niðurstaðan dapurleg.
Kindurnar bíta ofan af trjánum og ekkert svæðanna slapp við skaða.
Gott að fá þetta fram á vísindalegan hátt, en við sem reynt höfum, vissum útkomuna fyrir. Skógur verður ekki ræktaður með sauðfjárbeit og það ekki, þó allt sé vaðandi í grasi á svæðinu.
Annað hvort verður að girða kindurnar af svo sem gert með annan búfénað, eða fara leið framsóknar- og íhaldsmennskunnar að girða skóginn af svo kindurnar geti farið sínu fram.
Að lögum um ráf sauðfjár verði breytt er borin von og því verður að girða skóginn inni í þeirri von að hann fáist til að tolla innan girðingar og fari sé ekki að voða í umferðinni!
Tré sem hlaupa fyrir bíla fást örugglega ekki bætt úr tryggingum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli