Þannig kostaði það aðeins 670,44 evrur (100.000 kr.) að hafa og nýta sér 27.000 evrur (4.000.000 kr.) yfir þetta árabil."
Svona lán taka menn náttúrulega ekki, því miklu betra, stórmannlegra og flokkshollara, er að taka lánið með íslenskum kjörum í íslenskum banka og geta að uppgreiðslunni lokinni talið sér trú um að hafa lagt nokkuð af mörkum og því tekur maður svohljóðandi lán:
,,[...] lán væri tekið hér á Íslandi, væru ársvextir frá 7,14% (Íslandsbanki) upp í 8,4% (Landsbanki). Lengstur lánstími er þó 5 ár hér.
Ársvextir af 4.000.000 kr. miðað við 0.68% eru 27.200 kr., ársvextir af 4.000.000 kr. miðað við 7,9% (meðaltal) eru 316.000 kr.
Árlegur sparnaður, miðað við lántöku í evrum, 288.800 kr."
Svona lán, íslenskt lán, tökum við Bjartarnir í Sumarhúsunum og líður bara vel með útkomuna.
Við erum stolt þjóð í góðu landi og viljum hafa okkar krónu og skiptir þá engu þó enginn annar vilji sjá þá mynt. Við trúum því að hún sé gull og gersemi, góð fyrir land og þjóð og gott ef ekki andann líka og við gefum ekkert fyrir það þó einhver hópur smáríkja í Evrópu notist við evru, eða hvað sem hún nú heitir sú blessaða mynt sem notur er það austur og suður frá.
Ole telur upp hóp smáþjóða sem fallið hafa fyrir evrunni og listinn er all nokkur og við skoðun kemur í ljós að engin þeirra er eins merkileg og þjóðin Okkar!:
Finnland, Eistland, Lettland, Litáen, Írland, Lúxemborg, Austurríki, Slóvakía, Slóvenía, Svartfjallaland, Kósovó, Grikkland, Kýpur, Malta, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra.
Átján smáþjóðir sem fallið hafa á prófinu og tekið upp evru!
Og líður bara vel með það eftir því sem best er vitað.
Það þarf að fara að kynna þetta fólk í Evrópusambandinu fyrir íslenskri krónu!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli