Stærðfræðingurinn og stofnandi Viðreisnar Benedikt Jóhannesson, ritar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag (10.9.2021) og hnýtur m.a. um rökvillur forsætisráðherra.
Við teljum okkur muna að Katrín Jakobsdóttir hafi haldið því fram að Íslandi hafi gengið betur en Grikklandi að komast út úr erfiðleikum Hrunsins.
Katrín gleymdi að taka það fram að það var þrátt fyrir veru gríska ríkisins í ESB en ekki vegna, og þó íslenskir fjármálasnillingar hafi staðið sig vel við að koma Íslandi fram af brúninni, þá stóðu þeir félögum sínum í Grikklandi hvergi á sporði og vantaði þar talsvert til og ekki skulum við gleyma þætti íslenskra stjórnmálamanna í að koma fjármálum þjóðarinnar fyrir kattarnef.
En eins og Benedikt bendir ágætlega á, þá er ,,strax" teygjanlegt hugtak og svo virðist einnig vera þegar andstæðingar ESB teygja sig svo sem þeir geta eftir röksemdaprjónlesinu.
Eða eins og Benedikt skýrir þetta ágætlega:
,,Forsætisráðherra gleymir því að staða Grikkja og Íslendinga var gjörólík fyrir hrun. Ríkissjóður stóð vel á Íslandi meðan Grikkland var þá þegar skuldugt upp fyrir haus. Skuldir Íslendinga ruku upp þegar gengi krónunnar hrundi. Skuldir Grikkja jukust vegna þess að ekki var hægt að fela þær lengur."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli