Matvöruverslun að þróast í átt til kaupfélags?



Við munum eftir kaupfélögunum sem eitt sinn voru í öllum landshlutum og SÍS (Sambandi íslenskra samvinnufélaga) sem nú er aðeins nafnið eitt og nú er svo að sjá sem Bónus stefni að því að verða einhverskonar arftaki þessara samtaka.

Á heimasíðu Bónus kemur fram að til standi að fyrirtækið opni nýja verslun á Akureyri og nú kveður við tón sem við höfum ekki tekið eftir áður, því svo virðist sem verslunin muni verða einhverskonar héraðsverslun og halda sérstaklega fram norðlenskum vörum, eða eins og segir í kynningunni: 

,,[...] í verslunum á Akureyri verður lögð sérstök áhersla á að koma norðlenskri framleiðslu á framfæri til viðskiptavina."

Og síðar:

,,,,Einnig vonumst við til að norðlenskir ræktendur og framleiðendur sjái tækifæri til þess að auka framleiðslu sína með auknu framboði á verslun á svæðinu“ segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus."

Bónus verslanir eru í öllum landshlutum og nú má reikna með að á ferðum sínum um landið muni viðskiptavinir Bónus geta fundið landshlutabundna framleiðslu í verslunum fyrirtækisins á viðkomandi svæði.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hjá fyrirtækinu; vestlenskar ,,í áherslu" á Vesturlandi, austfirskar á Austurlandi, sunnlenskar á Suðurlandi og jafnvel verður þróunin enn nánari og staðbundnari, s.s. reykvískar vörur í Reykjavík, borgfirskar í Borgarnesi o.frv....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...