,,Viðreisn er svo eini stjórnarandstöðuflokkurinn, sem ekki
hyggst auka útgjöld með lántökum og talar gegn skattahækkunum."
Svo segir Þorsteinn Pálsson grein sinni í Fréttablaðinu í dag(23.9.2021) og undirritaður er ekki búinn að gleyma því þegar formaður
Viðreisnar sat í skammlífri ríkisstjórn, sem stóð frammi fyrir því að
endurskoða þurfti svokallaða búvörusamninga, sem er reyndar ónefni eða
nafnskrípi, því sá samningur nær ekki yfir nema sumar búvörur.
Þá hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem var landbúnaðar
og sjávarútvegsráðherra kjark til að endurskipa í nefndina, í þeim tilgangi að
fá inn fólk með fleiri sjónarmið en fyrir hafði verið.
Varð þá af nokkur hvellur af hálfu Bændasamtakanna sem lýstu
yfir óánægju með að kórinn í nefndinni væri orðinn fjölraddaðri.
_ _ _
Það er þörf fyrir fólk í íslensk stjórnmál sem hefur kjark
og þor til að taka til og brjóta upp steinrunnið fyrirkomulag.
Það sýndi Þorgerður að hún hefði í þetta sinn og þó ekki yrði af sá
árangur sem vonast hafði verið eftir, þá var það ekki henni að kenna.
Það voru aðrar og nöturlegri ástæður sem styttu ævidaga ríkisstjórnarinnar sem þá var.
Og þar með sat allt við sama keip varðandi svokallaða
,,búvörusamninga", samninga um sumar búvörur, sumra búa og sérvalinna bænda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli