Gæsalappanotkun og samanpökkun hjálparflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni

Þorsteinn Pálsson​ skrifar í Fréttablaðið í dag (16.9.2021) og rifjar upp að:

,,Árið 2000 komst nefnd, með fulltrúum allra flokka og helstu hagsmunasamtaka, [...] að þeirri niðurstöðu að setja þyrfti ákvæði í stjórnarskrá um gjaldtöku fyrir tímabundinn afnotarétt af þjóðareign til þess að fullnægja kröfum um réttláta og sanngjarna löggjöf."

Og minnir á að:

,,Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, stóðu stjórnarflokkarnir þrír gegn því að kvöð um tímabindingu yrði fest í lög. Áður en kjörtímabilið hófst voru Framsókn og VG hins vegar fylgjandi slíkri breytingu." 

Þorsteinn bendir á gæsalappanotkun Morgunblaðsins sem:

,,séu reistar á þeirri trú að réttlæti og hagkvæmni geti ekki farið saman."

Við höfum sum hver tekið eftir því hvernig Morgunblaðið sníður sannleikann að sínum þörfum til að koma hinum eina sanna sannleika Sjálfstæðisflokksins að og undirrituðum finnst sem það aukist eftir því sem styttist í kosningar. 

Það er þó algjört aukaatriði í samanburði við hvernig stjórnmálaflokkarinir sem eru með Sjálfstæðisflokknum í núverandi ríkisstjórn hafa hagað seglum eftir vindi og fellt þau sum og pakkað saman í stjórnarsamstarfinu.

En okkur grunar að hugsanlega verði þau leyst úr böndum og dregin að hún á þeirri viku sem eftir  er til kosninga; viðruð og látin blakta í þeirri von að siglingin gangi betur. 

Eftir kosningar hefst síðan rifunin og samantektin og sigling Sjálfstæðisflokksins tekur við og ræður för nema við gætum okkar á kjördegi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...