Rætt hefur verið um að kjósa þurfi að nýju í
Norðvesturkjördæmi vegna furðulegrar uppákomu sem varð við talningu atkvæða í
kjördæminu og sem afhjúpað hefur meinvillu í kosningakerfinu.
Farið var þannig með atkvæðaseðla að fáir treysta niðurstöðu
talningarinnar.
Kerfið er gallað.
Það hefur lengi blasað við og nægir þar að benda á misvægi
atkvæða, sem mun hafa átt að laga með svokölluðu uppbótar og jöfnunarkerfi, en gallar
þess kerfis munu nú vera flestum orðnir ljósir.
Vegna þessa er rætt um að endurtaka þurfi kosninguna í
kjördæminu, en hvernig það verður gert svo vel fari er talsvert óljóst og verði
það gert þarf að hafa nokkur atriði í huga.
Tíminn sem liðinn er hefur valdið því að ýmislegt hefur
breyst:
Einhverjir hafa mögulega flutt sig í annað kjördæmi og geta
því ekki kosið aftur.
Aðrir hafa hugsanlega flutt inn í kjördæmið frá öðrum
kjördæmum og myndu þar með kjósa tvisvar!
Sumir hafa náð aldri til að kjósa sem ekki voru komnir með
kosningarétt þegar kosið var.
Hugsanlega hafa einhverjir þeirra sem kusu í kosningunum
fallið frá og geta því af augljósri ástæðu ekki mætt á kjörstað til að kjósa að
nýju.
Og er þá sjálfsagt ekki allt upp talið.
Allt þetta opinberar hve nauðsynlegt það er að breyta
kerfinu og gera landið allt að einu kjördæmi og fella þar með niður
uppbótarkerfið furðulega sem fáir vita hvernig virkar nema vera sérstaklega
innvígðir inn í fræðin.
Það þarf að jafna atkvæðisréttinn og það er einfalt að gera
og best er að gera með því að landið allt sé gert að einu kjördæmi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli