Feilspor í náttúruvernd

 

2021-12-08 (2)Hér eru meðfylgjandi tvö skjáskot af fréttum af stöðu orkumála hins vinstrigræna fyrirmyndarríkis, þess sem tekist hefur að skapa með liðveislu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, hér á landi.

Áhugi forystuflokksins í ríkisstjórninni á náttúruvernd og minni koltvísýringslosun hefur snúist upp í andstæðu sína og meðreiðarsveinarnir í ríkisstjórninni hafa hugsunarlítið dinglað með í útreiðartúrnum og bera þannig ábyrgð á að vinstrigræna 2021-12-08 (4)stefnan hefur ráðið för.

Bera jafnmikla ábyrgð, því að setan við ríkisstjórnarborðið hefur verið keypt þessu verði.

Milljónum lítra af olíu verður nú brennt vegna andstöðu við virkjanir, línulagnir og aðra innviði raforkukerfisins og þó það skipti ekki miklu máli á heimsvísu, þá rímar það illa við boðskapinn sem fluttur hefur verið um að gera skuli Ísland að landi sem ekki svíni út andrúmsloftið að óþörfu.

Þessu til viðbótar er sagt frá því í Viðskipta-mogganum að Toyota hyggist senn fara að framleiða vetnisknúna bíla, en ekki er sjáanlegt að raforka verði í boði að öllu óbreyttu til að framleiða vetni hér á landi.

Ætli niðurstaða hinnar vinstrigrænu hreinleikastefnu verði ekki sú, að flytja þurfi inn vetni til nota á þessar rennireiðar framtíðarinnar og að það vetni verði búið til með raforku sem framleidd verður með olíu!

Fari svo mun lítið leggjast fyrir hreintrúarboðskap eikavina náttúrunnar sem svo duglegir hafa verið við að koma upp alls kyns flækjustigum og tafastofnunum til þess að hindra eðlilega uppbyggingu raforkukerfisins og annarra innviða samfélagsins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...