Orka framtíðarinnar

 

2021-12-09 (5)Í Bændablaðinu sem kom út í síðustu viku er sagt frá dráttarvél sem gengur fyrir metan.

Vélin er sögð hafa sópað að sér verðlaunum og vera öll hin besta og var kosin dráttarvél ársins.

Vél þessi er 180 hestöfl og nú geta áhugamenn um dráttarvélar farið að hlakka til. Best er samt að hafa aðgang að góðu hráefni til að búa til eldsneytið en eins og við vitum þá búa flestir bændur sem eru með skepnur vel í þeim efnum.

Hugmyndin er að nýta úrgang til að framleiða metan og draga þannig úr kolefnisspori frá landbúnaðinum.

Framleiðendurnir (New Holland) eru að vonum ánægðir með að hafa náð þessum árangri og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að íslenskir bændur geti nýtt sér þessar vélar í framtíðinni.

Framtíðin er reyndar skammt undan, unnið er hörðum höndum að þróun vélbúnaðar sem getur nýtt sér orku úr vetni til að knýja skip og flugvélar auk þess sem hugmyndin er að það geti orðið nýtilegt fyrir flutningabíla framtíðarinnar.

Af vetni getum við átt nóg.

Fallvötnin renna illa nýtt til sjávar, en þau er kjörið að virkja meira en gert hefur verið til að framleiða raforku sem nota má síðan til að framleiða vetni.

Rafmagnsbílar eru ágætir á styttri leiðum en til stórflutninga og á langleiðum eru þeir ekki eins heppilegir.

Við getum orðið okkur sjálfum næg um orku ef við nýtum til þess það sem við eigum og auk þess sem áður var nefnt vindinn og jafnvel sjávarföllin

Vandamálið sem við er að glíma eru samtök fólks sem ekki getur hugsað sér að orka sé beisluð í landinu umfram það sem orðið er; telur jafnvel ,,stóriðju" vera af hinu illa, en hefur mikla trú á að hægt sé að lifa á ríkissjóði, bara ef hann fæst til að borga nægjanlega há laun! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...