Það er nær útilokað að ríki sem eru háð NATO og því slekti öllu, skilji að það geti verið gott og geti gefið von, fyrir fólkið sem í umræddum héruðum býr, að voldugt ríki í næsta nágrenni sé, eftir átta ára einsemd, búið að viðurkenna tilveru þess.
Það er varla hægt að setja sig í spor fólks sem hefur búið við þessi skilyrði.
En það var tekið stórt skref af hálfu Rússa og sem olli talsverðum hvelli og sprengingu fýlubomba og sem lukkuláki í húsi númer 10 fagnaði vel og innilega einlæglega feginn því að athyglin beindist þó ekki væri nema í nokkra daga, eitthvað annað en að óvæntum og sérkennilegum dansporum í partísamkvæmum í fyrrnefndu húsi númer 10.
Í út- og sjónvarpi allra landsmanna og hinna líka, byrja nú allar fréttir á: Pútin eða Boris eða Biden sagði og ef ekki, þá með fullyrðingu um að eitthvað sé svona og svona eða hafi gerst eða muni gerast vegna þess að eitthvert ráðamannastóð, héðan og þaðan, hafi um það geipað og gapað.
Í öllu þessu fjargviðri og moldviðri gleymist það sem máli skiptir:
Fólkið í Donbass (Luhansk og Donetsk).
Fólkið sem nú eygir von.
(Myndir eru frá vefnum Google Map)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli