Það er æði margt sem látið er flakka varðandi deiluna milli Rússa og Úkríana og duglegastir eru þeir sem síst skildi, menn sem bera ábyrgð fyrir hönd þjóða sinna og vonandi er að þeir kunni að tefla þá skák af viti. Ástæða er samt til að efast um að svo sé í öllum tilfellum.
Árni Björn Haraldsson ritar um úkraínumálið í Morgunblaðið þann 22.2.2022 og bendir á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
Í fyrsta lagi:
,,Gorbachov setti fram kröfu um að öll lönd, sem fengu sjálfstæði frá Sovétríkjunum, yrðu að veita Rússum sömu réttindi og fólki af sínu eigin þjóðerni. Annars myndu þau mæta Rússlandi aftur. Öll dæmigerð Evrópulönd framfylgdu þessari kröfu smám saman nema Úkraína. Þar hafa Rússar, sem eru einn þriðji hluti íbúanna, ekki verið virtir til jafns við hina úkraínsku." Í öðru lagi
,,Við sjálfstæði Úkraínu fékk Rússland erfðafestusamning til 25 ára á Krím, þar sem herinn hefur aðalstöðvar suðurflota síns. Þegar 25 ár voru liðin neitaði Úkraína að framlengja samninginn. Þeir ögruðu t.a.m. Rússum með að USA vildi greiða mun meira fyrir landsvæðið. Rússland reyndi að finna lausn á deilunni og notaði sömu aðferð og notuð var þegar Serbía og Hersegóvína skildu og Ísland skildi við Danmörku. Kosningar þar sem farið var eftir vilja fólksins og Vesturlöndin með NATO viðurkenndu skilnað Serbíu og Hersegóvínu. Á Krím vildi bara 1% af íbúunum vera hluti af Úkraínu. Hinir vildu heldur sameinast Rússlandi. En þetta passaði ekki Vesturlöndum og NATO í þetta skiptið."
Og að lokum:
,,[...] Það er stutt frá Úkraínu til Moskvu og vel skiljanlegt að Rússar vilji ekki hafa herstöðvar NATO þar. Þeir munu aldrei leyfa Úkraínu að verða meðlimur í NATO. En hægt er að leysa deiluna, ef viljinn er fyrir hendi. Margir benda á sömu lausn og Finnland fékk eftir seinni heimsstyrjöldina. Sú lausn vildi tryggja Úkraínu áframhaldandi sjálfstæði og möguleika á góðri þróun landsins. En verði það ekki lausnin, tel ég mjög sennilegt að Rússland vilji viðurkenna tvö austustu fylki Úkraínu sem sjálfstæð ríki og í framhaldi af því liggur beint við að nota sömu aðferð og á Krím, og þannig fá yfirráð yfir þeim landshluta án þess að gera innrás í Úkraínu. Hvernig EU og NATO vilja bregðast við, því vil ég láta aðra um að velta fyrir sér."
Höfundur tekur fram í undirskrift að hann hafi búið í 33 ár á landamærum Noregs og Rússlands og tekið þátt í sveitarstjórnarmálum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli