Inn og út um gluggann

 

2022-02-26 (2)Sú var tíð að auralitlir skólastrákar reyndu að safna til þyrlukaupa og á endanum varð úr að keypt var þyrla.

Fram að því og reyndar líka eftir að þyrla hafði verið keypt, hafði verið treyst á björgunarþyrlur bandaríska hersins. Hersins sem skyndilega fór og fer tvennum sögum af því hvers vegna, en ekki var það fyrir tilverknað herstöðvaandstæðinga!

Sannaðist þar það sem þeim hafði verið bent á, að herinn færi þegar hann tæki sjálfur ákvörðun um að fara!

Hann þurfti ekki ráðgjöf frá þeim og ekki heldur frá herstöðvarsinnanum sem þá var fyrir þjóðinni.

Talsvert er um liðið og þyrlufloti gæslunnar er orðinn svo mikill að hægt er að nota hann til sportflugs með pólitíkusa, t.d. þegar þeir eru orðnir rasssárir í hestaferðum sínum og verður það að teljast mikið framfaraskref, því vont er ef fallegir botnar nuddast til skaða.

Annað framfaraskref hefur verið stigið, en það er endurnýjun skipakostsins.

Skipin eru orðin stærri og öflugri og mun betur útbúin og til að njóta þeirra sem best hefur verið brugðið á það ráð að sigla þeim í skemmtisiglingum til Færeyja undir því yfirskini að þar fáist ódýr olía.

Það virðist hafa ,,gleymst" að taka með í reikninginn að siglingar skipa kosta peninga, svo sem útgerðarmenn frakt- og fiskveiðiskipa hafa komist að í rekstri sínum.

Að fenginni reynslu getur undirritaður borið um, að það er gott að koma til Færeyja, eyjarnar eru fallegar og fólkið hið besta.

Samkvæmt fréttinni sem hér er vísað til, má draga þá ályktun að björgunar og eftirlitstól gæslunnar séu leikföng, af stærri gerðinni og í dýrari kantinum að vísu - en vasar ríkissjóðs eru djúpir.

Virðisaukaskattur er ekki greiddur vegna olíukaupa á skipin í Færeyjum, en það er gert ef keypt er olía í heimalandinu.

Það vill svo til að það er sá sami sem rekur skipin og þiggur virðisaukaskattinn, þannig að um er að ræða ,,inn og út um gluggann" dæmi og að það kosti peninga að sigla skipunum til Færeyja gleymdist að taka inn í landhelgisgæslujöfnuna.

Það er ekki allt kennt í skólum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...