Nasistahreyfingar í Úkraínu?

Í grein í vefritinu Kjarnanum undir yfirskriftinni Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum, er farið yfir ásakanir sem fram hafa komið, um að í Úkraínu vaði uppi nasistahópar, og að þeir séu meira að segja vopnaðir og hafi tekið þátt í baráttunni í austurhéruðunum þ.e. Donbass og Lughans.

Ekki er hægt að halda því fram að í greininni sé komist að ,,hreinni" niðurstöðu varðandi málið. Forseti Úkraínu segir sem svo: hvernig get ég verið nasisti maður sem kosinn er í lýðræðislegri kosningu, er gyðingur og átti afa sem barðist með rauða hernum, eða eins og segir í greininni: 

,,Volodímír Zel­en­skí for­seti Úkra­ínu hefur brugð­ist við þessum nas­ista­á­virð­ingum frá stjórn­völdum í Kreml[in] með nokkru háði og bent á að hann sjálf­ur, lýð­ræð­is­lega kjör­inn for­seti lands­ins, sé gyð­ing­ur. „Hvernig gæti ég verið nas­ist­i?“ sagði hann í ávarpi á dög­unum og vís­aði til þess að afi sinni hefði barist með Rauða hernum gegn þýskum nas­istum á tímum seinni heims­styrj­ald­ar."

Ekki veit undirritaður hvort útilokað er, að maður með þennan bakgrunn geti verið eða geti orðið nasisti, þó það verði að teljast frekar ólíklegt.

Í grein Kjarnans segir síðan: ,,Átökin sem hafa geisað í aust­ur­hluta Úkra­ínu allt frá árinu 2014 hafa til dæmis orðið vatn á myllu hóps sem kallar sig Azov-hreyf­ing­una."
Og síðan:
,,Þessi hópur [Azov] sjálf­boða­liða, sem telur nokkur þús­und manns, hefur barist gegn rúss­neskum aðskiln­að­ar­sinnum í Dónetsk og Lúgansk hér­uðum á und­an­förnum árum, í sam­vinnu við sveitir úkra­ínska stjórn­ar­hers­ins. Hern­að­ar­armur Azov-hreyf­ing­ar­innar varð við upp­haf átak­anna í reynd form­legur hluti úkra­ínska þjóð­varð­liðs­ins, sem var mjög svo veik­burða er átökin í Don­bass hófust."

Hópurinn sem barðist gegn aðskilnaðarsinnunum, hernaðararmur Azov hreyfingarinnar, barðist sem sagt með úkraínska stjórnarhernum í Donetsk og Luhansk!
Við höfum heyrt þetta áður, en þá frá rússneska forsetanum og öðrum talsmönnum rússneskra stjórnvalda!
Síðan segir í greininni:

,,Frétta­rit­ari BBC í Kænu­garði sagði í pistli árið 2014 að úkra­ínsk stjórn­völd gerðu minna úr hlut­verki Azov-hreyf­ing­ar­innar í hern­að­inum í Don­bass en efni stæðu til og að þau reyndu að kom­ast hjá því að tala opin­ber­lega um stórt hlut­verk þessa öfga­hóps, sem reynst hafði mik­il­vægur hlekkur í bar­átt­unni gegn rúss­neskum aðskiln­að­ar­sinnum í aust­ur­hér­uð­un­um. Fæstir Úkra­ínu­menn hefðu heyrt um að það væru menn sem kenndu sig við öfga­þjóð­ern­is­hyggju og jafn­vel nas­isma að berj­ast fyrir hönd lands­ins á víg­lín­unum í austri." 

Í textanum sem hér er undirstrikaður af undirrituðum, kemur sem sagt fram að fæstir landsmenn hafi gert sér grein fyrir að mannskapur af þessu tagi væri að berjast austur þar.

Seinna segir í umfjölluninni í Kjarnanum: ,,Til­vist ein­hverra yfir­lýstra nýnas­ista innan þjóð­varð­liðs Úkra­ínu hefur því ekki verið neitt leynd­ar­mál."

Í greininni segir að fjallað hafi verið um þessi mál í  ,,grein sem birt­ist í breska tíma­rit­inu New Statesman." 

Þar mun vera sagt, að herskáir hægriöfgamenn í Úkra­ínu hafa notið ,,frjáls­ræðis undir vernd­ar­væng þar­lendra stjórn­valda. Frjáls­ræð­is, sem jafn­vel hafi verið öfunds­vert í augum öfga­hreyf­inga af svip­uðum meiði ann­ars­staðar í heim­in­um."

Geininni í Kjarnanum lýkur með því að dregin er sú ályktun að ekkert af þessu réttlæti innrás Rússa í Úkraínu og vel getur verið að það sé rétt. 

Hitt er jafnvíst að rússnesk stjórnvöld hafa komist að annarri niðurstöðu, niðurstöðu sem þau hafa ekki verið sérstaklega dugleg við að rökstyðja, svo ekki sé meira sagt.

Grein Kjarnans ætti að auðvelda þeim málið!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...