Að eyða hergögnum, til að halda framleiðslunni gangandi


 

Hvers vegna tapa Bandaríkin öllum styrjöldum sínum eftir 1944?

Það er góð spurning og yfir það ferli er farið í þessari grein, sem ég rakst á hjá Guðmundi Ólafssyni.

Roy Rogers var uppáhald okkar strákanna í kringum 1960, bandarískur kúreki sem flengdist um á hesti sínum Trigger og hafði sitt fram. Alltaf!

Og eftir þeirri kennisetningu lifa stjórnmálamennirnir þar fyrir vestan en hafa ekki, eftir því sem séð verður, tekið eftir því að í raun tapa þeir öllum styrjöldum.

Því er það að hinn orðglaði Biden skemmtir sér nú líkt og púkinn á fjósbitanum við að hvetja og kosta úkraínska þjóð í ömurlegu og seigdrepandi stríði sem sáralitlar líkur eru til að hún geti unnið.

Biden heitir hergögnum hverskonar og Rússar bregðast við með því að eyðileggja svo sem þeir geta flutningaleiðir fyrir þessi hergögn, sem bandaríska forsetanum langar svo mikið til að prufuð verði í raunverulegu stríði.

Nú bregður nefnilega svo við að Bandaríkin þurfa ekki að koma sér upp stríði til að eyða hergögnunum, því lögmálið er:

Að hergögn þarf að prófa og síðan eyða, til að hergagnaiðnaðurinn geti gengið og blómstrað.

Því er það að stríðið í Úkraínu er sem hvalreki fyrir Biden og hans lið og púkinn á fjósbitanum getur fitnað og notið sín sem svo oft áður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...