Herkví, almennir borgarar og framlag Íslands

 

                                                         Hnuplað af netinu: Mariopol borgin sem var.


Það er stríð í Evrópu, hörmulegt og nöturlegt, þar sem takast á grannþjóðir sem í aldanna rás hafa verið ýmist ,,eitt ríki“ á Sovéttímanum, eða aðskilin líkt og nú. Og ef farið er aftur í aldir hafi landamerki verið með ýmsu móti.

Í seinni tíð eftir fall og upplausn Sovétríkjanna hafa Rússland og Úkraína verið aðskilin en þó með ógreinilegum landamerkjum þar sem Donbass er eins og óafgreidd eyja á milli ríkjanna og ekki má gleyma því að Rússar misstu þolinmæðina og tóku Krímskagann, sem þeir höfðu haft á einhverskonar leigusamningi sem þá var runninn út.

Sagan segir að þeir hafi sprungið á limminu, þegar óstöðug stjórnvöld sem þá voru í Úkraínu hafi hótað því að leigja Bandaríkjunum Sevastopol, hafnarborgina sem Rússar höfðu haft afnot af um árabil.

Nú er skollið á allsherjarstríð milli ríkjanna og best að hafa á alla fyrirvara varðandi fréttir af því ömurlega stríði

Í frétt íslenska Ríkisútvarpsins í dag 19.4.2022 segir eftirfarandi:

,,Stjórnvöld í Rússlandi skoruðu í dag á úkraínska hermenn sem verja borgina Mariupol að leggja niður vopn í dag gegn því að fá að fara óáreittir úr borginni. Þeir halda til í stálverksmiðju ásamt hundruðum almennra borgara."

Þeir halda sem sagt til ,,í stálverksmiðju með hundruðumalmennra borgara“, sem þeir geta ekki varið og tæplega nært, svo ekki sé minnst á aðrar mannlegar þarfir.

Líklegt er að ekki sé um raunverulega hermenn að ræða, því ætla verður, að raunverulegur her Úkraínu beri hag venjulegra borgara fyrir brjósti.

Það hafa um langan tíma borist fréttir af því að í landinu leiki lausum hala sjálfskipaðar bardagasveitir, kenndar við nasisma, sveitir sem lúti engri stjórn nema sinni eigin ,,hugmyndafræði" og ,,starfi“ utan við lög og rétt.

Sé það rétt að um nokkra tugi ,,hermanna" af þessu tagi sé að ræða, ,,hermanna" sem skýli sér bak við nokkur hundruð almennra borgara, þá er þessi styrjöld vissulega ekki einstök í ógeði sínu, en heldur alls ekki eins og látið hefur verið í veðri vaka.

Fram hefur komið að Bandaríkin og fleiri lönd og þar á meðal Ísland flytja vopnabúnað til Úkraínu.

Er það ef til vill svo, að þau morðtól séu handa mannskap af þessu tagi?

Mönnum sem hafa verið uppvísir að því að misþyrma rússneskum hermönnum sem þeir hafa ná á vald sitt, á þann hátt að binda þá á höndum og fótum, skjóta þá í hnéskeljarnar og að því loknu í höfuðið.

Er þetta mannskapurinn sem við vesturlandabúar og þar á meðal Íslendingar erum að styðja og kallaðir eru hermenn Úkraínu?

Eða er það svo, að her landsins sem íslenska ríkisstjórnin er að leigja flugvélar til vopnaflutninga til, sé ,,agaður“ með þessum hætti?

Það kemur ekki á óvart að hægra liðið í ríkisstjórn Íslands sé til í að styðja Bandaríkin og NATO í blindni.

 Að ,,hernámsandstæðingarnir" í Vinstri grænum hafi forystu fyrir vopnaflutningum til hers af þessu tagi, kemur á óvart.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...