Textinn hér að ofan er fenginn af Internetinu og fjallar eins og sést um þau tíðindi þegar þessi félög voru sameinuð í eitt.
_ _ _
Þegar ég var strákur fór ég nokkrum sinnum með fundarboð fyrir hana ömmu mína á veitingastaði, en hún var þá formaður Félags starfsfólks í veitingahúsum. Minnir að þá hafi það heitið Félag starfsstúlkna....., enda sá ég enga karla að störfum á veitingahúsunum.
Nú sé ég að þetta ágæta félag er horfið inn í Eflingu.
Verkakvennafélagið Framsókn líka og sömuleiðis Verkamannafélagið Dagsbrún.
Amma var róttæk kona sem vissi hvað það var að vera fátæk og eignalaus verkakona, en þegar hér var komið sögu rak hún veitingasölu í miðbæ Reykjavíkur.
Einn var sá veitingastaður sem ég mátti ekki fara með fundarboð inn á - þar taldi hún barninu ekki óhætt - vegna eigandans sem var helblár íhaldsskarfur!
Nú er kominn til sögunnar einn slíkur til að gæta hagsmuna þessa fólks.
Ef við hugsum okkur pólitíkina sem hring sem dreginn er frá toppunkti og niður til hægri síðan yfir á vinstri hlið og þaðan upp, þá mætast öfgar vinstri og hægri í toppnum.
Nú hefur það gerst að í félaginu sem myndað var til sameiningar þremur félögum er komið fólk af toppnum fyrrnefnda til forystu. Það er vafalaust mátulega gott fyrir félagsmenn, það er þá sem félagið á að þjóna.
Ég hugsa að hún amma mín myndi ekki biðja mig um að afhenda póst inn á þann kontór væri hún enn á meðal okkar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli