,,Mikhaíl Gorbatsjov sagðist hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum um að NATO myndi ekki stækka um þumlung í austur – „not an inch towards East“ – í viðræðum sínum við Bush, Schultz, Baker o.fl. Það sem hann og Edvard Sjevardnadse klikkuðu á, var að fá loforðið skjalfest og undirskrifað. Þau skipulagsmistök auðtrúa sovétleiðtoga í lok kalda stríðsins eru nú að koma í ljós og það svo um munar."
Síðar í grein sinni minnir hann á, að stríðið í Úkraínu hófst ekki með innrás Rússa eins og oft er haldið fram og að það stríð sé búið að vera viðvarandi árum saman án þess að um hafi verið mikið fjallað í vestrænum fjölmiðlum og í greininni segir á einum stað:
,,Úkraínskar þjóðernissveitir hafa í átta ár skemmt sér við að skjóta á byggðir Donbass og 14.000 manns hafa verið drepnir. Volodomír Selenskí fór á vígstöðvarnar. Greinilegt var að hinn ungi forseti hafði enga stjórn á nýnasistum sem gerðu grín að honum."
Þetta vill gleymast og mannfall fjórtán þúsunda manna er ekki, að því eð virðist, talið mikið hér fyrir vestan og segja má að lítið sem ekkert hafi verið fjallað um málið í fjölmiðlum hérna megin járntjaldsins sem einu sinni var. Járntjaldinu sem segja má að nú sé búið að endurreisa.
Haukur nefnir líka hvernig NATO hefur þanist út og auðvitað til austurs og við munum líka mörg að samningurinn, sem náðist milli Rússa og Bandaríkjamanna um skammdrægar kjarnaflaugar er orðinn einskis virði og að það eru ekki Rússar sem bera ábyrgð á því að svo fór fyrir þeim samningi.
Grein sinni lýkur Haukur með þessum orðum:
,, Allt frá því að Vigdís var forseti, Steingrímur forsætisráðherra og Davíð lánaði Höfða, hefðu Íslendingar átt að að stuðla að samræðum og friði. Ekta diplómatía felst í því að skýra rétt frá stöðu mála, bera klæði á vopnin, ekki olíu á elda.
Á Íslandi þróast mál með ólíkindum."
Og síðan:
,,Ekkert má raska heimsmynd Reuters, flokkslínu Brussel og alþjóðasinna, ekki skal einu sinni liðið að 1% upplýsinga sé sjálfstætt og byggt á söguþekkingu, ekki síst á tímum „fjölbreytni og umburðarlyndis“ í „upplýstu“ nútímasamfélagi. Þetta er hættuleg þróun og sorgleg."
Það er svo sannarlega sorglegt, að sú þýða sem virtist vera komin til að vera, eftir fund þeirra Gorbasjovs og Regans í Höfða, skuli vera orðin að hösli, sem vandséð er hvernig brætt verður upp að nýju.
Við megum samt ekki missa vonina og óskandi er, að til þess bærir menn stígi fram og nái að bera klæði á vopnin. En það verður að leiða til þess, að varanlegur friður náist og að ástandið sem verið hefur á Donbass svæðinu síðastliðin ár, endurtaki sig ekki.
Við höfum fengið skilvíslega fréttir að erjum milli Ísrael og ,,Vesturbakkans", en af einhverjum ástæðum hefur ekki þótt taka því, að upplýsa okkur um ástandið í Donbass.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli