Stríð, blaður og bóla

 

Á RÚV.IS má að lesa að Putin sé eini Rússinn sem Zelensky forseti Úkraínu vilji ræða við, og við sjáum mynd af þeim síðarnefnda fylgja með:


Myndir af herramönnum tveimur, sem stríða um landsvæðið Donbass, birtast daglega í flestum miðlum og þó Zelensky hafi vinninginn í fjölda birtinga, þá er það trúlega aðeins vegna þess að hann veit það vel frá fyrri starfa sínum: að það er nauðsynlegt að vera í sviðsljósinu til að athyglin haldist.

Putin er augljóslega öðruvísi persóna og áttar sig ekki á því að það skiptir máli hvernig maður er klæddur til verkanna. Er í sparifötum þegar við sjáum hann, nema þegar honum bregður fyrir í íþróttagalla af einhverju tagi:


 Zelensky fetar í fótspor fyrri leiðtoga í svipaðri stöðu, svo sem Castro og Mao og fleiri, sem ávallt gættu þess að vera í ,,vinnugallanum“ til að halda virðingunni og útsjóninni í lagi.

Putin er í sparigallanum en Zelensky er í vinnufötunum og virðist þess albúinn að fara að sópa göturnar fyrir utan, eða bara gera hvað sem er, og til í allt.

Þessir tveir ráða för, eða svo er það að minnsta kosti látið líta út. Líklegt er samt að hópurinn sé ekki bara einn maður hvoru megin, en það er í tísku núna að einblína á eina tiltekna persónu og sagt er að Putin sé í stríði við Úkraínu og að Zelensky sé í stríði við Rússa.

Við vitum að það er ekki alveg þannig.

Til að leysa málið og forða mannslífum væri líklega samt einna best að þessir menn myndu heyja sitt einvígi á góðum stað og að því loknu hæfust síðan samningar um framhald málsins.

Nei annars, það er ekki hægt.

Putin er gamall íþróttajaxl og væri vís með að vinna, og þó Zelensky sé bæði lipur og klár og gæti staðist andstæðingi sínum snúning, þá er það nú svo að bakvið þessa menn báða er heljarmikið bakland sem í raun ræður för.

Þeir eru því ekki á leiðinni til Colosseum:

Sameinuðu þjóðirnar, hvar eru þær?


Venjulega hefur það verið þannig að þegar ófriður hefur brotist út, að þá kemur Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna saman til að ræða málin og gera sem hægt er til að stilla til friðar. Svo er ekki núna, ekki í þessu tilfelli. Ekkert heyrist frá þeirri ágætu stofnun, annað en það, að hún kom saman skömmu eftir að stríðið braust út og lýsti óánægju sinni.


Síðan hefur verið hljótt og frekar lítið gerst á þeim vettvangi. Ekki er samt svo að ekkert hafi gerst, síður en svo. Viðskiptaþvingunum hefur verið beitt af miklum krafti og það svo að flest ríki heimsins, en þó ekki öll síður en svo, er farið að skorta eitt og annað sem til þarf til að reka nútímaþjóðfélög.

Það vantar spýtu og það vantar sög, var eitt sinn sungið, en nú er farið að vanta fleira.

Það vantar hráefni af ýmsu tagi til iðnaðarframleiðslu og það vantar vissulega spýtur úr rússneskum skógum og olíu og gas frá því ágæta og gjöfula landi og margt fleira mætti telja s.s. málma og landbúnaðarvörur af ýmsu tagi, því bæði Úkraína og Rússland eru gjöful á þau gæði.

Menn skutu sig, sem sé í fótinn!

Það nýjasta sem við höfum síðan séð til Biden hins bandaríska, er að hann hefur verið að ýfa fjaðrirnar gagnvart Kínverjum og lofar stríði við þá ef þeir myndu nú gera alvöru úr því að innlima Taivan í Kínaríki og fer þá að styttast verulega í heimsstyrjöld.


Þessu til viðbótar er Apabóla tekin við af COVIT-19 og ekki gott að segja hvernig mönnum tekst til með hana ef hún nær sér á flug í stríðsupplausn.

Það vantar sem sagt ekki viðfangsefnin í heiminum og ef þau eru ekki utanaðkomandi líkt og pestirnar, þá eru þau búin til að misvitrum mönnum og það er enginn skortur á þeim.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...