Hluti af sögu Haiti



Á vefútgáfu New York Times þann 20. maí síðastliðinn, var umtalsverð umfjöllun um sögu Haiti

Þar er sagt frá því hvernig íbúar  eyjunnar voru meðhöndlaðir af fyrrverandi nýlenduherrum sínum og er frásögnin undir fyrirsögninni:

 ,,Haiti‘s Lost Billions“.



Þar segir frá því m.a. að tveimur áratugum eftir að eyjan fékk sjálfstæði frá Frakklandi hafi komið floti herskipa til að hefja það sem kalla mætti peningastyrjöld við eyjarskeggja. Skipin voru komin til að krefja þá um peninga, nánar tiltekið 150 milljónir franka og með herskipin lónandi fyrir ströndinni samþykktu eyjaskeggjar kröfuna, enda annars ekki kostur.



Íbúarnir, sem búnir voru að greiða fyrir frelsið með blóði sínu, þurftu nú til viðbótar að greiða fyrir það með peningum.

Haiti varð þannig fyrsta og eina landið, til að greiða fyrrverandi húsbændum sínum fyrir frelsi sitt svo kynslóðum skipti að sögn blaðsins.

The New York Times hefur safnað saman skjölum um þessa sögu, sem það birtir ásamt frásögn sinni sem er á vefslóðinni:

 https://www.nytimes.com/interactive/2022/05/20/world/americas/enslaved-haiti-debt-timeline.html

Frásögnin er fróðleg lesning um framkomu nýlenduþjóðar við fyrrverandi nýlendu sína. 

Og reyndar má segja að frelsið hafi varla verið nema nafnið eitt, þar sem kúgararnir slepptu ekki klónni af nýlendunni fyrr, en áratugum eftir að ,,frelsið“ svokallaða frá þeim var fengið.



Frásögn N.Y.T. er myndskreitt og þar má m.a. sjá skjöl, sem miðillinn hefur aflað sér um málið.

Þessi saga verður ekki sögð frekar á þessari síðu, en óhætt er að benda þeim sem vilja fræðast um þetta mál á að heimsækja vefsíðuna sem hér er vísað í.

Látið verður nægja að birta nokkur skjáskot að myndskreytingum N.Y.T.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...