Er kannski ,,bara best" að flytja inn matvöruna



 Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna ritar grein sem birt er í Morgunblaðinu 12.5.2022; grein sem vert væri að sem flestir læsu.

Niðurlagið er smellið, en í greininni líkir Vigdís ,,[...] til­veru bænda við líf Línu, vinnu­kon­unn­ar í Katt­holti sem oft og iðulega var send út í fjós að mjólka kýrn­ar ef heim­il­is­fólk­inu þótti nóg um henn­ar skoðanir og at­huga­semd­ir."
En þegar aumingja Lína var búin að sinna fjósastörfunum þótti hún vart í húsum hæf vegna fjósalyktarinnar!
Eða eins og segir í greininni:
,,En á meðan aum­ingja Lína skrúbb­ar af sér fjósaþef­inn kann það að vera álita­mál, á meðan sveit­ar­fé­lög­in eru ekki að sinna skipu­lags­skyld­um sín­um í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda, hvort flokk­un land­búnaðar­lands til framtíðar litið m.t.t. rækt­un­ar­mögu­leika sé best fyr­ir komið hjá sveit­ar­fé­lög­un­um sé það mark­mið stjórn­valda að tryggja fæðuör­yggi þjóðar til framtíðar. En Lína er auðvitað ekki í fram­boði."
Á tímum þegar æ erfiðara er fá heimildir til að byggja upp í landbúnaði svo sem nýleg dæmi eru um bæði á Kjalarnesi og á Suðurlandi verður manni hugsað til Línu eftir lestur greinar Vigdísar!
En kannski ,,er bara best" að flytja inn allar þær landbúnaðarvörur sem þjóðin þarfnast og sleppa því að leiða hugann að því:
Að einhverstaðar hefur einhverju verið fórnað, til að hægt væri að framleiða matvælin sem við neytum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...