Fréttir dagsins

 Á mbl.is í dag (17.5.2022) getum við fræðst um björgun Azov liðanna úrkaínsku sem lokaðir hafa verið inni í stálverksmiðjunni í Mariopol. 

Mynd úr mbl.is af mönnunum í birginu. Engin ábyrgð tekin á að um ,,hermenn" úr birginu sé að ræða.


Á Russia Today var hægt að fræðast um það sama í gær en svo er að sjá sem fregnum beri ekki alveg saman. Á rússnesku stöðinni er sagt ,,[...]go to hospital in Novoazovsk, the Russian defense ministry said on Monday."

Á myndinni, sem tekin er úr Goggle maps sést á rauða blettinum hvert ,,hermennirnir" verða fluttir.

Á mbl.is segir m.a.: ,,Í gær voru yfir 260 her­mönn­um komið ör­ugg­lega frá verk­smiðjunni í gegn­um flótta­leiðir á svæði sem eru und­ir stjórn aðskilnaðarsinna." 

,,Aðskilnaðarsinnar" sem hér eru kallaðir svo, eru væntanlega íbúar Donbass, sem varist hafa í um átta ár árásum (m.a.) úkraínskra leyniskyttna. 

Þá segir einnig fyrr í þeirri frétt, ,,Áður hef­ur hundruðum her­manna verið bjargað úr verk­smiðjunni í fyrri aðgerðum."

Sá sem þetta ritar hefur staðið í þeirri trú að myndirnar sem birst hafa af konum og börnum, sem náðasamlegast fengu að fara úr birginu, hafi verið af konum og börnum en ekki ,,hundruðum hermanna".

Fyrir nú utan það að setja má spurningarmerki við hvort um hermenn í venjulegum skilningi sé að ræða.

Hvað sem þessu misræmi líður, er óskandi að prísund þessa fólks sé hér með lokið. 

Í Stundinni rákumst við svo á frétt af bandarískum hermanni sem kominn er til Íslands til að liggja við, fyrir utan Rússneska sendiráðið í Reykjavík. Maðurinn segir sögu sína í vefritinu og augljóst er að hann hefur þvælst víða og m.a. tekið þátt í hernaðinum í Úkraínu, þ.e. þeim sem nú er.

Erindi mannsins er að liggja á gangstéttinni fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík til að segja rússneska sendiherranum á Íslandi, kurteislega eins og hann kemst að orði, ,,að andskotast héðan burtu".
Ekki er gott að segja til um hvernig maður þessi tjáir sig þegar hann gerist ókurteis! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...