Áheit 17. júní

Gleðilega þjóðhátíð!


Svo er að sjá sem glæpur hafi verið framinn, fyrirsögnin er ,,Glæpur", án spurningarmerkis og við verðum forvitin, ekki síst vegna þess, að greinin er stíluð á löngu látinn mann sem við minnumst vegna ótal pistla í útvarpi. 
Vegna alls þessa lesum við greinina af vef Fréttablaðsins og hlustum á það sem með fylgir að lestri loknum og undrumst að ekki hafi verið hægt að fá hina mögnuðu tónlist flutta í útvarpi allra landsmanna.

Teikningu Halldórs úr sama blaði þarf ekki að útskýra, né hafa orð um!


Svo eru það þau sem eru svo áríðandi að þau geta engan veginn sinnt því sem þeim er falið. Það góða er að þau fá launin sín hvort sem þau sinna verkinu eða ekki.



Sumar starfsstéttir eru svo áríðandi að hvorki er hægt að mennta þær né manna og hér er dæmi um það.

Það hefur verið lögð mikil áhersla á bóknám umfram verknám svo lengi sem við munum og reyndar mun lengur en það!
 Brýn nauðsyn þótti að mennta presta og seinna komu síðan sýslumenn til sögunnar og af báðum stéttum fóru ýmsar sögur eins og gengur. 
Með tímanum var menntunin aukin og svo er komið, að enginn tilfinnanlegur skortur varð á fræðingum á bóknámssviði og því fleiri því betra, því bókvitið verður í askana látið.
Teljum það rétt sem hér stendur og sleppum orðinu ,,ekki", en gleymum því samt ekki, að verknám er samt ekki aðeins starfsþjálfun að viðbættu bóknámi, það er samlegð þessara þátta.

Það hefur láðst að muna eftir því og skemmst er þess að minnast, þegar fram komu hugmyndir um að koma Vélskóla Íslands fyrir í húsi einu sem notað hafði verið fyrir bílasölu og ef til vill eitthvað fleira. Þar stóð til að raða kennslustofum fyrir bóknám umhverfis skarkalann frá vélasalnum, sem staðsettur skyldi vera í miðjunni. Líklega til að nemendurnir meðtækju textann betur!
Hvernig kennararnir áttu að yfirgnæfa vélagnýinn fylgdi ekki sögunni.

Það fylgdi heldur ekki sögunni, hvað til stæði að gera við húsnæði Sjómannaskólans, sem til langs tíma hafði nýst fyrir starfsemina. Óstaðfestar sögur gengu um að til stæði að ,,selja" húsið vel völdum vildarvini, í þeim tilgangi að þar yrði hótel!

Af þessu hefur ekki orðið og það er vel, en ljóst er að áratuga vanræksla varðandi iðnnámið er að springa framan í þjóðina.

Hvort það verður til þess að framhald og aukning verði á því starfi sem menntamálaráðherra vann á síðasta kjörtímabili (því sem lauk með mistalningu atkvæða), vitum við ekki á þessari stundu.

Hitt er ljóst, að mikil þörf er á að gera betur og meira til að efla og auka aðgengi að iðnnámi og væri vel hægt að hugsa sér það sem áheit í tilefni þjóðhátíðardagsins!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...