Landbúnaðarkrísa og björt framtíð


Í Morgunblaðinu er sagt frá því að Sláturfélag Suðurlands boði verðhækkun á afurðum bænda, sem feli muni það í sér að: 
,,Sauðfjár­bænd­ur munu fá 23 pró­sent­um hærra verð fyr­ir afurðir sín­ar".

Í fréttum síðustu daga höfum við lesið að málið hafi verið leyst með tveimur og hálfum milljarðs króna tékka úr ríkissjóði, sem hafi skipst þannig að sauðfjárbændur hafi fengið góðan slatta, nautgripabændur vænan slurk og alifugla og svínabændur afganginn sem mun vera rúmar fjögur hundruð milljónir.
Allt var þetta að sjálfsögðu djúpt hugsað frá upphafi og vel undirbúið. Upphæðin fengin með vitrun og skiptingin milli búgreina eftir því. 
Og afgreiðsla málsins gerð á harðaspretti, spretthóps, sem myndaður var um aðgerðina.

Það er orðið umhugsunarefni hvernig ákvarðanir eru teknar af hálfu ríkisstjórnarinnar. 

Nýlega var greint frá því að til stæði, að senda til baka flóttamenn sem komið hefðu til landsins úr flóttamannabúðum sem eru í Grikklandi, landi sem er að kikna undan straumi fólks sem þangað berst og aðallega frá miðausturlöndum.

Í landinu okkar er látið sem styrjaldir og annar ófriður sé hvergi nema í Úkraínu, og án þess að gera lítið úr vanda þess fólks sem forðar sér þaðan, þá má ekki gleyma því að fleiri eru í svipuðum sporum. 
Hefur ríkisstjórn og alþingi kannski ekki veitt því athygli? 
Er hugurinn svo bundinn við sölur á sameiginlegum eigum þjóðarinnar til útvaldra, að annað komist ekki að?



En eins og sjá má hér að ofan er bjart framundan og fyrir því er borinn ekki ómerkari maður en fjármálaráðherra íslensku þjóðarinnar.
Hægra megin er svo sagt frá því, að tollalækkanir, sem til stendur að gera varðandi innflutning frá Úkraínu, gangi lengra en gert er hjá ESB. 
Og reyndar mun til standa að þær lækkanir verði þannig að tollarnir verði alveg felldir niður

Getum við átt von á því að frá öllum löndum í svipaðri stöðu verði tollar á innflutningi felldir niður?
Að frá öllum í sömu stöðu, verði komið upp móttökustöðvum fyrir gæludýr?
Við hljótum að geta reiknað með því að sama verði látið gilda um Jón og séra Jón í þessu. 
Eða hvað? 
Eftir hverju er hugmyndin að fara?
Verður ef til vill komið upp Flokkunarráðuneyti fyrir málaflokkinn? 
Ráðuneyti sem vegur og metur hverjir skuli vera inni í hlýjunni og hverjir verði úti í kuldanum?
Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun þessara mála og hvert hugarflugsstraumar ríkisstjórnar Íslands koma til með að stefna, til framtíðar litið.

 






Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...