Orkuskipti: Hvað er hægt og hvað er ekki hægt?


 ,,Svona er þetta", er gott nafn á þætti sem fjallar um staðreyndir og þáttur með því nafni er í boði Ríkisútvarpsins á netinu.

Fyrir Alþingi liggur tillaga um að breyta til og færa virkjanakosti úr ,,verndarflokki" í ,,biðflokk" og síðan í ,,nýtingarflokk" og um allt það spjall og skrif, er fjallað í grein í Kjananum.

Tekist hefur ágætlega að koma upp kerfi til að hindra byggingu virkjana, drepa virkjunarmálunum á dreif og svæfa svo sem unnt er, hugmyndir um nýjar og nauðsynlegar virkjanir.



Í þættinum sem er frá Ríkisútvarpinu og sem hér er með í tengli, er rætt um orkumálin á raunhæfan og yfirvegaðan hátt, allt frá kjarnasamruna til kjarnaklofnings og til þeirrar orkuöflunar sem við könnumst betur við hér á landi, þ.e.a.s. nýtingu fallorku vatns og jarðhita.

Farið er yfir og rætt um svokölluð orkuskipti, sem stjórnmálamenn hafa verið duglegir að ræða um, en kannski minna rætt um hvað sé hægt að gera í því efni, enda ekki mikið um að til þingmennsku veljist fólk af raunvísindasviði.



Sum okkar rekur eflaust minni til að hafa heyrt menn úr stjórnmálastétt ræða fjálglega um að Ísland geti haft forystu varðandi orkuskiptin og má þar t.d. minnast viðtals við innviðaráðherra þann sem nú er, þar sem hann ræddi um landið sem vænlegan kost, til að hafa forgöngu um að taka upp flug með rafmagnsflugvélum.

Hvort þar var átt við innanlandsflug eða millilanda, munum við ekki, enda tekur því ekki að leggja slíkt á minnið.

Þeir sem áhuga hafa á að fræðast um þessi mál ættu að hlusta á viðtalið í þessum þætti, því það skilur eftir umtalsverðan fróðleik um orkumálin og fleira þeim tengt.

Myndir eru af Alnetinu og af vef Rúv.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...