Niðurfelling tolla á vörum frá Úkraínu

Á þessari síðu eru nokkrar úrklippur úr blöðum, vefmiðlum, innsendum álitum og af þingskjölum Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar í þeim tilgangi að ná því fram, að tollar yrðu felldir niður af vörum frá Úkraínu, þ.e.a.s. vörum sem upprunnar eru í landinu. 
Sagan af þessari meðvirknissamkennd fólksins, sem kjörið er til að stjórna þjóðinni okkar og setja henni lög og reglur og síðan hvernig samkennd með stríðandi þjóð, hrýfur þingmennina upp úr rökhugsun og yfir í tilfinningavaðal, er líklega einstök í sögu íslensku þjóðarinnar.
Engu breytti, þó t.d. Samtök verslunar og þjónustu og Bændasamtök Íslands bentu mönnum á firruna 
Viðbrögð fyrirtækja í landbúnaði

Viðbrögð kjúklingabónda og þar fyrir neðan
 Bændasamtakanna


Nokkur álit o.fl.


Frumvarp til laga
Þessu til viðbótar, má síðast en ekki síst minna á álit Samtaka verslunar og þjónustu sem endar á orðunum: ,,[...]verði aðeins táknræn aðgerð" [þ.e. niðurfelling tollanna].
 
Segjum þetta gott í bili, en eftir situr spurningin um til hvers við séum að kjósa fólk til alþingissetu, ef framlag þess til vitrænnar umræðu er nær ekkert og ómældar vinnustundir hópsins sem kosinn er, fara í vinnu sem þessa? 

Þá má líka spyrja sig þess, hvernig standi á því að hagsmunagæsluaðilar og samtök í samfélaginu, þurfi að eyða tíma, vinnu og fjármunum í að verjast því að fólkið sem kosið er til að setja samfélaginu lög og reglur (og situr við það á kostnað þjóðar sinnar) valdi samfélaginu tjóni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...