Landbúnaðurinn stendur höllum fæti.
Staðið höllum fæti
_ _ _
Til stendur að Norðurskautsráðið komi saman til fundar, en að þessu sinni án Rússa, sem er frekar óheppilegt, því þeir fara með formennskuna og eiga stærsta hluta lands að norðurslóðum.
Heilsast og fundað á meðan allt lék í lyndi
En vegna þess að þeir réðust í það verkefni að bjarga héruðunum í Donbas frá sífelldu áreiti frá Úkraínu eru þeir úti í kuldanum í alþjóðamálum. Það jákvæða er, að svo er að sjá sem verkefninu sé að ljúka, en það neikvæða er, að vestrænar þjóðir með Bandaríkin í broddi fylkingar eru óhress með lausnina og hyggjast vopna Úkraínu með vopnum sem dugi til að skaða Rússland sjálft.
_ _ _
Stærsti bílafarmur sögunnar kemur til Þorlákshafnar og mun vera átt við sendingu til Íslands. Þorlákshöfn er að sanna sig sem flutningahöfn, svo sem sjá má fari menn þangað í heimsókn. Það hefur ritari þessa bloggs gert og sér svo sannarlega ekki eftir því.
Siglt inn í Þorlákshöfn
_ _ _
Orkulindir þjóðarinnar eru umfjöllunarefni teiknarans Halldórs í Fréttablaðinu. Við sjáum að flækjustigið er mikið og fer versnandi.
Fjársjóður í kistu
_ _ _
Kærugleði í nýjum hæðum.
_ _ _
Og að lokum fiska þau sem sitja á spítu og ræða málin í þaula og út í hið óendalega yfir Lýðhyggjulæknum, sem Halldór dregur svo snilldarlega fram í mynd sinni.
Fiskað í læk, málin rædd til yfirborðsins og smellt á læk.
Myndir fengnar úr Morgunblaðinu og Fréttablaðinu þann10.6.2022.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli