Pétur, Katrín, Putin og.fl.

Pétur mikli, Katrín mikla o.s.frv.

Það er af nægu frá fyrri tímum að taka í þessu stóra ríki sem fyrir nokkrum öldum var ekki einu sinni til. 

Menn og konur (sem eru líka menn samkvæmt mínum gamla skilningi), hafa ratað í allskonar hremmingar á leiðinni og margoft hefur verið ráðist á Rússland og er skemmst að minnast innrásar Þjóðverja og bandamanna þeirra í seinni heimsstyrjöldinni. 
Og þar komu úkraínar við sögu.

Fortíðin er fortíð og í besta falli til að læra af og enginn þarf að vera hissa, eða telja það frétt, þó menn, hvort sem þeir heita Putin eða eitthvað annað, haldi því á lofti sem glæstast er úr fortíðinni.

Þetta er haft eftir Putin í lok fréttarinnar:  
,,“Our economy will be open — whoever isn’t interested will be robbing themselves,” Mr. Putin said. “It’s impossible to fence off a country like Russia, and we are not planning to put up a fence like that around us ourselves.”"

Það eru víst ekki miklar líkur til að Biden hefði orðað þetta betur, en báðar þjóðirnar, Bandaríkin og Rússland, hafa stóra böggla úr fortíðinni til að burðast með og ráðamenn beggja ættu að hafa fortíðina til hliðsjónar í ákvarðanatöku sinni.

https://www.nytimes.com/2022/06/09/world/europe/putin-peter-the-great.html?smid=url-share

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...