Tveir á miðausturlandaflandri

Um  miðausturlandaheimsóknir sem Biden og Putin fóru í fyrir nokkru.

Biden er í ferðalagaham og sama gildir um ,,vin" hans Putin.

Putin er að falast eftir drónum en Biden og félagar eru súrir út í Ísrael.

Fyrir nokkrum árum sprengdu Bandaríkin Írak í tætlur og létu síðan hengja forseta landsins í framhaldinu. Framkvæmdin mislukkaðist eitthvað og höfuðið slitnaði af, en aftakan sem slík, lukkaðist allavega.

Og nú eru Írakar taldir til vina af Bandaríkjamönnum, en hvort fangarnir sem voru pyntaðir í Abu Grafib fangelsinu skrifa upp á það er óljóst.

Svo mikið er víst, að margt er það sem ekki þolir dagsljósið, af því sem ,,frelsarar" Íraks unnu sér til frægðar austur þar, svo sem mál Assange ber vitni um.

Allt er hey í harðindum, að sagt er og núna flaðra Bandaríkin upp um valda valdamenn austur þar.

Ferðalag Putins mun vera viðskiptaferð til vina í Íran, en þar er fiktað við kjarnorku sem víðar eins og við vitum og margir eru mátulega hrifnir af því fikti.

Íranir mega ekki fikta við þau vísindi, en Ísraelar, nágrannar þeirra mega það ,,af því bara" .

Eins og við vitum er ekki sama venjulegur Jón og séra Jón.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...