Kvóti tveggja kerfa

Kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi. 

Veittur var aðgangur að neytendum í formi kvóta (og styrkja), en það var líka veittur aðgangur að fiskveiðiauðlindinni í formi aflaheimilda.
 

Landbúnaður.
 
Í landbúnaði var búið til kvótakerfi fyrir valdar búgreinar sem virkaði þannig, að þegar að því kom að sauðfjár- og kúabændur ákváðu að ljúka rekstri vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, þá stóðu þeir uppi með verðmæti sem til urðu til á þann hátt, að úthlutað hafði verið aðgangi að þörfum neytenda fyrir vissa tegund af matvælum, þ.e. kindakjöti og mjólkurvörum.

Kvótakerfið sem komið var á í ríkisstyrktu landbúnaðargreinunum hefur aldrei fengist rætt svo heitið geti. 

Áhugi greinilega lítill sem enginn og þau sem fengu, una glöð við sinn hlut og flest búin að selja hina sérkennilegu ,,eign" sem til varð við tilkomu kvótans.
 
Kvóta sem gengur út það að hafa aðgang að neytendum landbúnaðarvara. Völdum aðilum var úthlutuð ,,eign" sem stundum hefur verið kölluð manna á milli ,,einskiptis lífeyrissjóðsgreiðsla".

Og það var gert í boði stærsta kaupandans að vörunni - ríkissjóði í formi styrkja og niðurgreiðslna -, af þeim hluta landbúnaðarins sem um ræðir, þ.e. afurða sauðfjár og nautgripa.

Ekki þarf að útskýra hverjir eiga ríkissjóð.

Fiskur veiddur utan kvóta
Sjávarútvegur. 


Greininni lýkur hann með eftirfarandi tillögum:
 
,,Það þarf að ákveða að leggja háan útgöng­u­skatt á hagnað þeirra sem selja sig úr kvóta­­kerf­inu. Þar má til að mynda horfa til þeirra skatta sem Norð­menn leggja á olíu­fram­leiðslu, en hann er 78 pró­sent. Það þarf að leggja aft­ur­virkan skatt á ofur­hagnað sem mynd­ast hefur í sjáv­ar­út­vegi á síð­ustu árum.
Það þarf end­ur­kalla skipun Svan­dís­ar­nefnd­ar­innar og taka póli­tíska ákvörðun um breyt­ingu á lögum um tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi. Það getur ekki beðið til árs­ins 2024 heldur þarf að ger­ast strax. Sam­hliða þarf að taka póli­tíska ákvörðun um hvert kvóta­þakið á að vera og hvort það sé póli­tískur vilji fyrir frek­ari sam­þjöppun innan geirans.
En mik­il­væg­ast af öllu er að taka ákvörðun um það strax, á allra næstu vik­um, að breyta kerf­inu þannig að stærri hluta af þeim ágóða sem verður til vegna veiða og vinnslu til fram­tíðar lendi hjá eig­endum auð­lind­­ar­inn­­ar, íslensku þjóð­inni, í stað þess að lenda hjá nokkrum fjöl­skyld­um."

Landbúnaður aftur.

Um kvóta í landbúnaði er lítið rætt og svo er komið að líkast er, sem öllum finnist eðlilegt að völdum aðilum sé veittur aðgangur að veskjum neytenda, í gegnum ríkissjóð.

En er það sjálfsagt og eðlilegt, að sérvaldir framleiðendur matvara séu í verktöku hjá ríkissjóði og að samningur þar um sé reglulega endurnýjaður við gerð svokallaðra búvörusamninga?

Og eins og sýnt hefur verið fram á:

Að jafnvel sé um að ræða fólk sem stundar sauðfjárrækt sem frístundaiðju og er með nokkrar kindur sér til gamans og fær síðan greitt fyrir dútlið úr ríkissjóði. Er það eðlilegt?

Eru neytendur sem fiskurinn í sjónum í augum þeirra stjórnmálamanna sem um véluðu?

Líta íslenskir stjórnmálamenn á neytendur sem auðlind, sem sjálfsagt og eðlilegt sé að nýta í þágu valinna framleiðenda í landbúnaði? 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...