Vandi á höndum

Margt er það sem gengur á við að hrinda fram ,hinni sérstöku hernaðaraðgerð', sem Rússar standa í þessa mánuðina. 

Á dögunum komust þeir yfir stærsta kjarnorkuver í Evrópu og hið tíunda stærsta í heimi eftir því sem sagt er.

Um er að ræða raforkuverið sem kennt er við og er í grennd við Zaporizhzhia á austurbakka Dnepr fljótsins. Þar mun líka vera heljarmikil vatnsaflsvirkjun, en ekki er svo að skilja sem virkjun valdi mönnum áhyggjum.


Zaporizhzhia

Kjarnorkuverið mikla, veldur áhyggjum og nú er svo komið að Rússum er vandi á höndum, því þeir vilja ekki frekar en aðrir, að úr verði nýtt kjarnorkuslys sambærilegt því sem varð í Cernobyl.

Rússar eru komnir með sitt tæknilið á staðinn til að vinna að því að búa svo um, að verið tengist raforkukefinu í Rússlandi og ekki er nokkur vafi á að rússneskir tæknimenn leysa það mál fljótt og vel ef þeir fá til þess frið.

Komið hefur fram í fréttum, að Úkraínum langar mikið að valda sem mestu tjóni á helst öllu nema verinu, því ef það yrði fyrir skaða þá er miklu meira í húfi en svæðið austan við fljótið. 

Geislavirkni gæti hæglega borist yfir til Úkraínu og valdið þar ómældum tjóni á öllu sem lifir og gera verður ráð fyrir því,  að enginn vilji verða til þess að eitthvað í þá veru gerist.

Þetta sýnir vel, hvers er að gæta, þegar borist er á banaspjótum í stað þess að leysa deilumál með viðræðum í nútímanum, þar sem viðkvæm og varhugaverð tækni er notuð samfélögum til hagsbóta. Vitnalega þrá Úkraínar fátt meira en að geta valdið Rússum sem mestum kárínum, en vilja samt ekki fá þær margefldar til baka með óviðráðanlegum hætti.


Rússar eru að sama skapi í klípu. Þeir eru búnir að komast yfir borgina og verið, en það er harla lítils virði, ef óbyggilegt verður á stóru svæði vegna náttúruskemmda vegna geislunar.

Af þessu má draga þá ályktun að umhverfis kjarnorkuver þurfi að ríkja öryggi og að þau séu ekki sérlega hentugur orkugjafi á ófriðarsvæðum og ætti það ekki að koma á óvart. 

En það sem er friðsamt rólegheitasvæði í dag, getur svo sannarlega orðið allt annað á morgun eins og dæmin sanna.

Við erum mörg sem munum eftir slysinu sem varð í Chernobyl, sem reyndar er líka í Úkraínu. 

Það slys verð vegna mistaka manna og olli gríðarlega miklu tjóni. 

Af því við höfum gaman af að draga ályktanir, þá fullyrðum við að ekki sé gott: að óvitar fikti í búnaði kjarnorkuvera og að betra sé að þeir geri ekki tilraunir með búnað sem þeir kunna ekki á, líkt og gerðist í Chernobyl.



En aftur að því sem er að gerast í Zaporizhzhia.

Rússarnir náðu verinu í sínar hendur með óskýranlegum hætti, því eins og við höfum fylgst með í fréttum m.a. frá Rúv og marg staðfestar eru af forseta Úkraínu í ótal ávörpum, geta Rússar ekkert í hernaði, nema að drepa konur, börn og gamalmenni! 

Að slíkur mannskapur hafi verið látinn gæta stærsta kjarnorkuvers í Evrópu verður að teljast frekar ólíklegt! 



Við göngum því út frá þvi að úkraínskir ,,hermenn" hafi gætt versins en sofnað á verðinum af einhverjum óútskýrðum ástæðum og vaknað óvænt upp við nýja tíma með nýjum herrum!

Það verður því að treysta því, að hvað sem öllu öðru líður, þá setji menn það í forgang að rekstur versins verði með traustum hætti.


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...