Ein mínúta og 15 sekúndur

Titill þessarar færslu kemur úr grein eftir Bjørn Lom­borg sem birtist í Morgunblaðinu þann 8.8.2022 undir titlinum ,,Að leika sér með líf annarra". Greinina er því miður ekki hægt að nálgast með  tenglinum til fulls nema vera áskrifandi að Morgunblaðinu.

Björn er forseti Kaupmannahafnarhugveitunnar og gistifræðimaður við Hooverstofnun Stanford háskóla, eftir því sem fram kemur neðanmáls við greinina í blaðinu.

Hér kemur greinin örlítið stytt svo sem sjá má:

,, Fátt hef­ur dregið [...] umræðu auðugri þjóða heims­ins um jarðefna­eldsneyti ger­leg­ar fram í dags­ljósið en orkukrepp­an í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Banda­rík­in og Evr­ópa grát­biðja ar­abaþjóðirn­ar um að herða á olíu­fram­leiðslu sinni sam­tím­is því sem G7-iðnrík­in hvetja fá­tæk­ari ríki til notk­un­ar end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í því augnamiði að gæta að lofts­lags­mál­um.

Þjóðverj­ar end­ur­ræsa kola­orku­ver sín á meðan Spán­verj­ar og Ítal­ir tala fyr­ir auk­inni gas­fram­leiðslu í Afr­íku. Þá er fjöldi Evr­ópu­ríkja, sem beðið hafa Botsvana að auka af­köst­in í kola­nám­um [...], slík­ur, að reikna má með þreföld­un í um­fangi kola­út­flutn­ings þaðan.

Einn ein­asti þegn meðal auðþjóða not­ar meira jarðefna­eldsneyti en sam­svar­ar þeirri orku sem 23 Afr­íku­bú­um stend­ur til boða. Auður þess­ara þjóða spratt af um­fangs­mik­illi vinnslu jarðefna­eldsneyt­is sem um þess­ar mund­ir sér þeim fyr­ir rúm­lega þrem­ur fjórðung­um þeirr­ar orku sem þær nota. Inn­an við þrjú pró­sent orku auðþjóðanna rekja upp­runa sinn til fram­leiðslu með sól­skini og vindi.

Engu að síður skera pen­ingaþjóðirn­ar við nögl sér styrki til vinnslu jarðefna­eldsneyt­is í þró­un­ar­ríkj­um. Fá­tæk­ustu fjór­ir millj­arðar mann­kyns hafa eng­an aðgang að burðugum orku­lind­um en frá auðþjóðunum ber­ast þeim þau boð að taka und­ir sig stökk frá orku­leysi til iðjagrænna alls­nægta sól­ar­orkuplatna og raf­orku­vind­mylla.

Sól­ar­orkuæv­in­týrið í Dharnai

Er þar á ferð hrein tál­sýn byggð á ósk­hyggju og grænni markaðssetn­ingu auðþjóða sem sjálf­ar kæmu aldrei til með að gera sér slík­ar lausn­ir í orku­mál­um að góðu. Það ættu fá­tæk­ari þjóðirn­ar ekki held­ur að gera. Nú er lag að rifja upp reynslu ind­verska þorps­ins Dharnai sem Grænfriðung­ar ein­settu sér árið 2014 að gera að fyrsta sól­ar­orku­sam­fé­lagi lands­ins.

Augu allra fjöl­miðla stóðu á Grænfriðung­um þegar þeir lýstu því yfir að Dharnai neitaði að „falla í gildru jarðefna­eldsneyt­isiðnaðar­ins“. Dag­inn sem skipt var yfir í sól­ar­orku tæmd­ust raf­hlöðurn­ar svo á fá­ein­um klukku­stund­um. [...]

Þorps­bú­um var bannað að nota kæliskápa sína og sjón­varps­tæki þar sem raf­orku­kerfið stæði ekki und­ir notk­un­inni. Ekki var held­ur hægt að nota raf­knún­ar eld­un­ar­hell­ur svo fólkið neydd­ist til að snúa aft­ur í hit­un með eldiviði sem olli [...] loft­meng­un. Um gervöll þró­un­ar­rík­in deyja millj­ón­ir úr inn­an­húss­meng­un sem að mati Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar jafn­ast á við að reykja tvo pakka á dag.

Grænfriðung­ar buðu [...] for­sæt­is­ráðherra Ind­lands til heim­sókn­ar í þorpið þar sem við hon­um blöstu hóp­ar fólks með kröfu­skilti þar sem beðið var um „ósvikið raf­magn“ (í þeirri út­færslu sem leyf­ir notk­un kæliskápa og elda­véla og gef­ur ljós sem dug­ir börn­um til heima­náms) í stað „gerviraf­magns“ (þar sem átt var við raf­magn frá sól­ar­orku sem býður ekki upp á neitt af fram­an­greindu).

Orku­verið er naut­gripa­hús

Þegar Dharnai fékk svo loks­ins að tengj­ast raf­orku­kerfi slökktu æ fleiri íbú­anna á sólarraf­hlöðum sín­um. Sam­kvæmt rann­sókn nokk­urri var helsta ástæða þessa sú að kola­orku­fram­leidda raf­magnið sem þorpið fékk aðgengi að var þre­falt ódýr­ara en sól­ar­orkuæv­in­týrið. Í ofanálag stóð það und­ir notk­un tækja sem fólk vildi nota, svo sem sjón­varps og eld­un­ar­tækja. Þegar þetta er ritað er sól­ar­orku­búnaður­inn hul­inn þykku ryklagi og orku­verið er naut­gripa­hús.

Vit­an­lega má hlaða farsíma með sól­ar­orkuraf­magni og kveikja ljós, nokkuð sem get­ur komið sér vel, en er gjarn­an rán­dýrt. Úttekt sem gerð var á sól­ar­orku­vinnslu fjöl­menn­ustu fylkja Ind­lands leiddi í ljós að þrátt fyr­ir ríku­leg­ar niður­greiðslur eru sól­knún­ir lamp­ar flest­um not­end­um mun minna virði en nem­ur kostnaðinum við þá. Í auðugum ríkj­um á borð við Þýska­land og Spán hefði minnst af sól­ar­orku­fram­leiðslu­búnaðinum verið sett upp ef ekki hefði verið fyr­ir niður­greiðslur á hon­um.

Ekki til að treysta á

Raf­magn fram­leitt með sól og vindi get­ur ekki staðið und­ir iðnaðarfram­leiðslu né knúið vatns­dæl­ur, drátt­ar­vél­ar og aðrar vél­ar – allt það sem þörf er á til að leysa fólk úr fjötr­um fá­tækt­ar. Eins og auðþjóðunum er nú að skilj­ast eru þess­ir orku­gjaf­ar í grund­vall­ar­atriðum ekki til að treysta á. Sól­ar­leysi og logn tákn­ar raf­magnsþurrð. Raf­hlöðutækni býður held­ur eng­in svör. Þær raf­hlöður sem til eru í heim­in­um í dag nægðu ein­göngu til að standa und­ir orku­notk­un heims­byggðar­inn­ar í eina mín­útu og fimmtán sek­únd­ur. Jafn­vel árið 2030, í kjöl­far um­fangs­mik­ill­ar raf­hlöðufram­leiðslu, yrði þessi tími ekki orðinn meiri en tæp­ar tólf mín­út­ur. Til hliðsjón­ar má hafa vet­ur í Þýskalandi, þegar sól­ar­orku­fram­leiðsla er hve minnst. Á sama tíma koma minnst fimm daga sam­fleytt tíma­bil, rúm­ar 7.000 mín­út­ur, þegar fram­leiðsla vindorku er við núllið.

Hér eru komn­ar skýr­ing­arn­ar á því hvers vegna auðugri þjóðir heims­ins munu áfram reiða sig á jarðefna­eldsneyti um ára­tugi. Alþjóðaorku­stofn­un­in spá­ir því, að jafn­vel þótt öll lofts­lags­um­bótalof­orðin verði efnd muni jarðefna­eldsneyti enn vera upp­spretta tveggja þriðju hluta orku þess­ara þjóða árið 2050. Þró­un­ar­ríkj­un­um dylst ekki hræsn­in í orku­um­ræðunni og ef til vill hef­ur eng­inn orðað hlut­ina hag­an­leg­ar en Yemi Os­in­bajo, vara­for­seti Níg­er­íu: „Eng­um í heim­in­um hef­ur auðnast að iðnvæðast með end­ur­nýj­an­legri orku einni sam­an, [þó hafa Afr­íkuþjóðirn­ar] verið beðnar að gera það þótt öll­um öðrum í heim­in­um sé full­kunn­ugt að við þurf­um gas­drif­inn iðnað fyr­ir viðskipta­lífið.“

Auðþjóðir heims­ins eiga að sjá sóma sinn í að fjár­festa í ný­smíði sem trygg­ir að kostnaður við græna orku verði minni en við jarðefna­eldsneyt­is­leiðina í stað þess að vera siðlaus ljón í vegi þró­un­ar annarra ríkja. Með því mætti tryggja að öll heims­byggðin geti nýtt sér end­ur­nýj­an­lega orku­val­kosti. Krafa um að fá­tæku ríki heims­ins kom­ist af án jarðefna­eldsneyt­is er ekk­ert annað en leik­ur að lífi annarra"

Hér lýkur greininni og svo sem þeir sem hafa lesið hana hafa séð, drepur Bjørn á marga áhugaverða punkta sem vert er að hugleiða varðandi þessi mál. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...